Brunch á Pure Deli

Pure deli Ögurhvari Gerðarsafni Brunchinn góður brunch

Það var kominn tími til að smakka sunnudags-brunchinn í Pure Deli, sem allir eru að tala um, svo að fjölskyldan brá sér í sunnudagstúr og heilsaði upp á Jón í Pure Deli í Ögurhvarfi. Hann tók á móti okkur með kostum og kynjum, eins og honum er tamt, það verða allir bestu vinir hans strax.

Staðsetningin í Ögurhvarfinu er frábær, við höfðum útsýni yfir Elliðaárdalinn og höfðum Esju, Móskarðshnúka, Skálafell, Úlfarsfell, Hengil og Vífilsfell í augsýn.

Við fengum bæði venjulegan og kjötlausan brunch, allir fengu safa, brauð og vöfflu með ávöxtum og rjóma. Brauðið var annars vegar með avókadó, hráskinku og Indian chicken og hins vegar með hummus og avóadó/tómat.

Þetta var einstaklega girnilegt, brauðið mjúkt með stökkri skorpu, allt meðlæti lystugt og ánægjulegur málsverður, enda ekki að undra að þarna er alltaf traffík. Mæli með þessu.

Pure Deli í Ögurhvarfi 4

Pure Deli er einnig í Gerðarsafni. Þar snæddu Sætabrauðsdrengirnir afar góða súpu sem strax fékk þau ummæli að vera besta súpa á Íslandi

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.