Grillaður lax með kryddjurtum
Lax er hollur og góður. Þegar við vorum í Þýskalandi grilluðu Kjartan og Elísa lax og báru fram með honum salat úr tómötum, kúrbít og mozzarella. Hvort tveggja mjög ljúffengt, fljótlegt og einfalt.
.
Grillaður lax með kryddjurtum
500 g lax
ferskar kryddjurtir (steinselja, timian, rósmarín og graslaukur)
salt og pipar
olía
safi úr einni sítrónu
Blandið saman olíu og sítrónu og penslið laxinn með því. Saltið og piprið. Skolið kryddið, þurrkið og saxið. Dreifið kryddinu yfir laxinn. Bakið í ofni 175°í ca 15 mín. eða á grilli í nokkrar mínútur (passið bara að laxinn þorni ekki upp)
Tómat-mozzarella-kúrbíts-turn
6 tómatar
250 g mozzarella
4 meðalstórir kúrbítar
salt og pipar
2 hvítlausgeirar
basilika
olía
50 g parmasan
Skerið tómata og mozzarella í sneiðar. Skerið kúrbít langsum gott er að nota ostaskera.
Léttsteikið kúrbít í olíu á pönnu, kryddið með salti og pipar. Saxið hvítlauk og steikið með.
Raðið á disk/fat: Tómatur, mozzarella, kúrbítur og basilíka. Endurtakið. Rífið parmasanost yfir. .
Njótið
.