Grillaður lax með kryddjurtum

Grillaður lax með kryddjurtum

Lax er hollur og góður. Þegar við vorum í Þýskalandi grilluðu Kjartan og Elísa lax og báru fram með honum salat úr tómötum, kúrbít og mozzarella. Hvort tveggja mjög ljúffengt, fljótlegt og einfalt.

LAXGRILL

.

Grillaður lax með kryddjurtum

500 g lax
ferskar kryddjurtir (steinselja, timian, rósmarín og graslaukur)
salt og pipar
olía
safi úr einni sítrónu
Blandið saman olíu og sítrónu og penslið laxinn með því. Saltið og piprið. Skolið kryddið, þurrkið og saxið. Dreifið kryddinu yfir laxinn. Bakið í ofni 175°í ca 15 mín. eða á grilli í nokkrar mínútur (passið bara að laxinn þorni ekki upp)

Tómat-mozzarella-kúrbíts-turn

6 tómatar
250 g mozzarella
4 meðalstórir kúrbítar
salt og pipar
2 hvítlausgeirar
basilika
olía
50 g parmasan
Skerið tómata og mozzarella í sneiðar. Skerið kúrbít langsum gott er að nota ostaskera.
Léttsteikið kúrbít í olíu á pönnu, kryddið með salti og pipar. Saxið hvítlauk og steikið með.
Raðið á disk/fat: Tómatur, mozzarella, kúrbítur og basilíka. Endurtakið. Rífið parmasanost yfir. .
Njótið

LAXGRILL

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Erum við að éta okkur í gröfina?

Heilsubók Jóhönnu

Erum við að éta okkur í gröfina?

„Íslendingar teljast nú til feitustu þjóða í heimi. Hér sem annars staðar í heiminum fer sykursýki eins og logi yfir akur. Við erum raunverulega að éta okkur í gröfina - fyrir aldur fram.“.....

Kókosdraumur með hvítu súkkulaði – verðlaunasmákökur

Kókosdraumur með hvítu súkkulaði

Kókosdraumur með hvítu súkkulaði. Núna vorum við að koma frá því að dæma hina árlega smákökusamkeppni starfsfólks Íslensku lögfræðistofunnar. Í fyrra var það Eggert sem sigraði með Appelsínunibbum og árið þar áður urðu Appelsínublúndur Svanvhítar Yrsu í fyrsta sæti. Þar er gríðarlegur metnaður og góðlátleg samkeppni meðal starfsfólksins. Fyrir utan að keppa í bestu smákökunni voru einnig veitt verðlaun fyrir fallegustu framsetninguna.

Við Bergþór fáum árlega með okkur gestadómara og í ár var það söngkonan hugprúða Jóhanna Vigdís Arnardóttir sem dæmdi með okkur.

Bláberjadýfa

Bláberjadýfa. Við fórum í berjamó á dögunum og tíndum ber í tugkílóatali. Það er unaðslegt að liggja úti í guðsgrænni náttúrinni og tína ber - fullkomin jarðtenging...