Grillaður lax með kryddjurtum

Grillaður lax með kryddjurtum

Lax er hollur og góður. Þegar við vorum í Þýskalandi grilluðu Kjartan og Elísa lax og báru fram með honum salat úr tómötum, kúrbít og mozzarella. Hvort tveggja mjög ljúffengt, fljótlegt og einfalt.

LAXGRILL

.

Grillaður lax með kryddjurtum

500 g lax
ferskar kryddjurtir (steinselja, timian, rósmarín og graslaukur)
salt og pipar
olía
safi úr einni sítrónu
Blandið saman olíu og sítrónu og penslið laxinn með því. Saltið og piprið. Skolið kryddið, þurrkið og saxið. Dreifið kryddinu yfir laxinn. Bakið í ofni 175°í ca 15 mín. eða á grilli í nokkrar mínútur (passið bara að laxinn þorni ekki upp)

Tómat-mozzarella-kúrbíts-turn

6 tómatar
250 g mozzarella
4 meðalstórir kúrbítar
salt og pipar
2 hvítlausgeirar
basilika
olía
50 g parmasan
Skerið tómata og mozzarella í sneiðar. Skerið kúrbít langsum gott er að nota ostaskera.
Léttsteikið kúrbít í olíu á pönnu, kryddið með salti og pipar. Saxið hvítlauk og steikið með.
Raðið á disk/fat: Tómatur, mozzarella, kúrbítur og basilíka. Endurtakið. Rífið parmasanost yfir. .
Njótið

LAXGRILL

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.