Grillaður lax með kryddjurtum

Grillaður lax með kryddjurtum

Lax er hollur og góður. Þegar við vorum í Þýskalandi grilluðu Kjartan og Elísa lax og báru fram með honum salat úr tómötum, kúrbít og mozzarella. Hvort tveggja mjög ljúffengt, fljótlegt og einfalt.

LAXGRILL

.

Grillaður lax með kryddjurtum

500 g lax
ferskar kryddjurtir (steinselja, timian, rósmarín og graslaukur)
salt og pipar
olía
safi úr einni sítrónu
Blandið saman olíu og sítrónu og penslið laxinn með því. Saltið og piprið. Skolið kryddið, þurrkið og saxið. Dreifið kryddinu yfir laxinn. Bakið í ofni 175°í ca 15 mín. eða á grilli í nokkrar mínútur (passið bara að laxinn þorni ekki upp)

Tómat-mozzarella-kúrbíts-turn

6 tómatar
250 g mozzarella
4 meðalstórir kúrbítar
salt og pipar
2 hvítlausgeirar
basilika
olía
50 g parmasan
Skerið tómata og mozzarella í sneiðar. Skerið kúrbít langsum gott er að nota ostaskera.
Léttsteikið kúrbít í olíu á pönnu, kryddið með salti og pipar. Saxið hvítlauk og steikið með.
Raðið á disk/fat: Tómatur, mozzarella, kúrbítur og basilíka. Endurtakið. Rífið parmasanost yfir. .
Njótið

LAXGRILL

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Að sjóða hrísgrjón

Hrísgrjón

Eins og kunnugt er er mikill vandi að sjóða hrísgrjón. Var að heyra gott ráð hvernig gott er að sjóða þau - að sjálfsögðu fór ég strax og prófaði húsráðið og viti menn, þetta virkar.

Súkkulaði- og hnetugóðgæti

Súkkulaði- og hnetugóðgæti

Súkkulaði- og hnetugóðgæti. Ætli megi ekki flokka þetta sem heilsunammi. Það er samt frekar leiðinlegt þegar einn og einn hrekkur í baklás við það eitt að heyra HEILSU-eitthvað um mat. En þeim fer nú sem betur fer fækkandi og flestir að verða meðvitaðir um gildi alvöru matar (svo er alltaf skilgreininaratriði hvað er alvöru matur...)

Sælgætisterta Carolu – svakalega góð

Sælgætisterta Carolu. Það má vel nota hinar ýmsu pakkakökur, sem fást í búðum, sem grunn að einhverju öðru og enn betra. Hér er gott dæmi um það, sannkölluð sælgætisterta sem ég hámaði í mig af mestu áfergju. Leiðir okkar Carolu lágu fyrst saman þegar við af miklum móð máluðum á postulín fyrir allmörgum árum. Síðan þá hef ég oft fengið hjá henni hið besta kaffimeðlæti og aðrar veitingar.

Franskt gulrótasalat – bragðgott, hollt og fallegt

Gulrótasalat - Salade de carottes râpées. Enn eru hér áhrif frá ferð okkar til Frakklands. Í einni af mörgum veislum var hlaðborð, þar var þetta guðdómlega gulrótasalat. Á meðan prúðbúnir gestir hlustuðu á allt of langar ræður laumaðist ég að borðinu tók myndir og smakkaði laumulega.