Lárperur – þrjár tegundir af avókadó

Lárperur - þrjár tegundir af avókadó Hass pinkerton Fuerte
Lárperur – avókadó

Lárperur – þrjár tegundir af avókadó

Lárperur eða avókadó eru hið mesta góðgæti, hollar og ljúffengar. Á markaðnum eru núna aðallega þrjár tegundir af avókadó en til eru mun fleiri tegundir. Það er ágætt húsráð að kaupa hart avókadó, láta það þroskast við stofuhita þangað til það byrjar aðeins að mýkjast og segja þá í ísskápinn. Þroskinn heldur áfram í ísskápnum.

AVÓKADÓ

.

Lárperur – avókadó

Hass lárperunar eru vinsælastar í heiminum. Miðlungsstórar með þykkri dimmgrænni húð sem verður dökkfjólublá þegar lárperurnar þroskast. Kjötið er rjómakennt og mjúkt.

Fuerte eru lengri og þynnri en Hass lárperur. Fuerte er með mjúka húð sem auðvelt er að fletta af þegar lárperan er þroskuð. Kjötið er ljósara á lit en á Hass lárperum en álíka rjómakennt.

Lárperur - þrjár tegundir af avókadó Hass pinkerton Fuerte
Lárperur – avókadó

Pinkerton eru stærstu lárperurnar, ekki mjög algengar í búðum hér. Húðin á þeim er þunn og ljósari en á Hass lárperum en lögunin er svipuð og á Fuerte en kjötið er enn rjómakenndara.

avókadó Leitað á albert eldar

Það koma upp fjölmargar spennandi avókadóuppskriftir á alberteldar

Nokkrar hugmyndir:
Bústið. Við að setja lárperu í bústið fær það rjómakennda áferð.
Súkkulaðibúðingur. Já hljómar kannski undarlega. Endilega prófið
Hráfæði. Lárperur henta vel í hrátertur
Fyllt lárpera. Hentar vel til fyllingar. Salat gert úr lárperum í bitum, krabbakjöti, chili og sinnepi. Blandið saman og fyllið. Saxið sólþurrkaða tómata, ólífur og vorlauk og stráið yfir salatið.
Súkkulaðiterta, já það kannski hljómar einkennilega að lárperurnar hollu og góðu er hægt að nota í súkkulaðitertu.

avocado lárpera avókadó

AVÓKADÓ

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.