Vínarsnitsel – ekta snitsel frá Vínarborg

Vínarsnitsel Snitsel Rannveig Fríða Bragadóttir óperusöngkona kálfakjöt kjöt í raspi ekta alvöru Austurríki austurrískur matur
Vínarsnitsel – ekta snitsel frá Vínarborg

Ekta Vínarkálfasnitzel

Rannveig Fríða Bragadóttir óperusöngkona býr og starfar í Vínarborg. Í FJÖLSKYLDUVEISLU buðu þau hjónin upp á ekta vínarsnitsel.

RANNVEIG FRÍÐA — SNITSELAUSTURRÍKIKJÖT

.

Ekta Vínarkálfasnitzel

Á mann er reiknað með 150-180 gr. af kjöt, vöðvi úr læri (schale). Við kaupum heilt stykki og sneiðum það í þunnar sneiðar, max. 1 cm, það er síðan barið vel. Maður getur annað hvort saltað kjötið strax og nuddað smá eða saltað eggið. Hverju stykki er velt upp úr hveiti, síðan þeyttu eggi og síðast úr góðu raspi. Best er virkilega fínt brauðrasp. Schnitzelin eru steikt fljótandi í jurtaolíu eða jurtafeiti sem hentar til djúpsteikingar, í Austurríki notar maður stundum nýja svínatólg. Mikilvægt er að láta feitina drjúpa vel af eftir steikingu. Hér segir maður um velheppnað schnitzel (sem er reyndar líka hægt að gera úr svína- eða kjúklingakjöti) að ef það er rétt steikt þá geti maður sest á það í sunnudagabuxunum án þess að það komi blettur í buxurnar. Afgang af Schnitzel er upplagt að boða kalt með góðu brauði.

SNITSELAUSTURRÍKIKJÖT

.

Schnitzelin eru steikt fljótandi í jurtaolíu eða jurtafeiti sem hentar til djúpsteikingar, í Austurríki er stundum notuð ný svínatólg.

.

RANNVEIG FRÍÐA — SNITSELAUSTURRÍKIKJÖT

— EKTA VÍNARSNITSEL —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Marenering á grillkjöti

Marenering á grillkjöti. Á dögunum var manndómsvígsla að hætti Ásatrúarmanna í fjölskyldunni. Að henni lokinni var boðið í hlöðugrill. Höskuldur úrbeinaði nokkra lambsskrokka og marineraði af mikilli kúnst og grillaði í holu. Kjötið í var afar bragðgott og meyrt. Það er mikill vandi að grilla kjöt svo gott verði og jafn mikill vandi að holugrilla.

Sólberjasulta

Sólber Sólberjasulta

Sólberjasulta. Mikið óskaplega eru sólber bragðgóð og holl. Þegar við erum duglegir að tína sólber, þá sultum við úr hluta og pressum safann úr restinni af berjunum(og öðrum berjum) og frystum í klakapokum – klakana notum við svo í búst. Hratið má t.d. þurrka og blanda saman við múslí. Þeir sem ekki eiga berjapressu geta auðvitað soðið berin ásamt sykri, sítrónu og salti og pressað svo í gegnum sigti eða grisju.

Fróðleikur um mataræði og áhrif matar

Mataræði.is

Axel F. Sigurðsson læknir heldur úti síðunni Mataræði.is þar skrifa hann um áhrif matar, heilbrigðan lífsstíl, sjúkdóma og forvarnir. Það er nú einu sinni þannig að við berum ábyrgð á okkar eigin lífi.