Vínarsnitsel – ekta snitsel frá Vínarborg

Vínarsnitsel Snitsel Rannveig Fríða Bragadóttir óperusöngkona kálfakjöt kjöt í raspi ekta alvöru Austurríki austurrískur matur
Vínarsnitsel – ekta snitsel frá Vínarborg

Ekta Vínarkálfasnitzel

Rannveig Fríða Bragadóttir óperusöngkona býr og starfar í Vínarborg. Í FJÖLSKYLDUVEISLU buðu þau hjónin upp á ekta vínarsnitsel.

RANNVEIG FRÍÐA — SNITSELAUSTURRÍKIKJÖT

.

Ekta Vínarkálfasnitzel

Á mann er reiknað með 150-180 gr. af kjöt, vöðvi úr læri (schale). Við kaupum heilt stykki og sneiðum það í þunnar sneiðar, max. 1 cm, það er síðan barið vel. Maður getur annað hvort saltað kjötið strax og nuddað smá eða saltað eggið. Hverju stykki er velt upp úr hveiti, síðan þeyttu eggi og síðast úr góðu raspi. Best er virkilega fínt brauðrasp. Schnitzelin eru steikt fljótandi í jurtaolíu eða jurtafeiti sem hentar til djúpsteikingar, í Austurríki notar maður stundum nýja svínatólg. Mikilvægt er að láta feitina drjúpa vel af eftir steikingu. Hér segir maður um velheppnað schnitzel (sem er reyndar líka hægt að gera úr svína- eða kjúklingakjöti) að ef það er rétt steikt þá geti maður sest á það í sunnudagabuxunum án þess að það komi blettur í buxurnar. Afgang af Schnitzel er upplagt að boða kalt með góðu brauði.

SNITSELAUSTURRÍKIKJÖT

.

Schnitzelin eru steikt fljótandi í jurtaolíu eða jurtafeiti sem hentar til djúpsteikingar, í Austurríki er stundum notuð ný svínatólg.

.

RANNVEIG FRÍÐA — SNITSELAUSTURRÍKIKJÖT

— EKTA VÍNARSNITSEL —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.