Vínarsnitsel – ekta snitsel frá Vínarborg

Vínarsnitsel Snitsel Rannveig Fríða Bragadóttir óperusöngkona kálfakjöt kjöt í raspi ekta alvöru Austurríki austurrískur matur
Vínarsnitsel – ekta snitsel frá Vínarborg

Ekta Vínarkálfasnitzel

Rannveig Fríða Bragadóttir óperusöngkona býr og starfar í Vínarborg. Í FJÖLSKYLDUVEISLU buðu þau hjónin upp á ekta vínarsnitsel.

RANNVEIG FRÍÐA — SNITSELAUSTURRÍKIKJÖT

.

Ekta Vínarkálfasnitzel

Á mann er reiknað með 150-180 gr. af kjöt, vöðvi úr læri (schale). Við kaupum heilt stykki og sneiðum það í þunnar sneiðar, max. 1 cm, það er síðan barið vel. Maður getur annað hvort saltað kjötið strax og nuddað smá eða saltað eggið. Hverju stykki er velt upp úr hveiti, síðan þeyttu eggi og síðast úr góðu raspi. Best er virkilega fínt brauðrasp. Schnitzelin eru steikt fljótandi í jurtaolíu eða jurtafeiti sem hentar til djúpsteikingar, í Austurríki notar maður stundum nýja svínatólg. Mikilvægt er að láta feitina drjúpa vel af eftir steikingu. Hér segir maður um velheppnað schnitzel (sem er reyndar líka hægt að gera úr svína- eða kjúklingakjöti) að ef það er rétt steikt þá geti maður sest á það í sunnudagabuxunum án þess að það komi blettur í buxurnar. Afgang af Schnitzel er upplagt að boða kalt með góðu brauði.

SNITSELAUSTURRÍKIKJÖT

.

Schnitzelin eru steikt fljótandi í jurtaolíu eða jurtafeiti sem hentar til djúpsteikingar, í Austurríki er stundum notuð ný svínatólg.

.

RANNVEIG FRÍÐA — SNITSELAUSTURRÍKIKJÖT

— EKTA VÍNARSNITSEL —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Móðir jörð – Vallanes á Héraði

Móðir jörð - Vallanes á Héraði. Miðja vegu milli Egilsstaða og Hallormsstaðar er Vallanes. Hjónin Eymundur og Eygló stunda þar lífræna framleiðslu undir vörumerkinu Móðir Jörð. Þau leggja stund á korn- og grænmetisræktun og framleiða tilbúnar hollustu- og sælkeravörur. Ég fór í hlaðborð þar í vikunni og fékk dásamlegar tertur á eftir

Sítrónu- og mascarponebaka

Sítrónu- og mascarponebaka. Fagurgul, frískandi og bragðgóð baka. Það er frekar einfalt að útbúa sítrónusmjör en það þarf að gerast amk deginum áður og kólna alveg. Í staðinn fyrir bláber má skreyta með jarðarberjum eða bara ykkar uppáhalds ávöxtum.