Kaffiboð hjá Gerði G. Bjarklind – ferskjumarengsterta og döðlusúkkulaðiterta

Kaffiboð hjá Gerði G. Bjarklind Gerður tertur Súkkulaðikrem kaffiveisla ferskjumarengsterta og döðlusúkkulaðiterta þulur þula útvarpið rás 1
Gerður G. Bjarklind og Albert

Kaffiboð hjá Gerði G. Bjarklind – ferskjumarengsterta og döðlusúkkulaðiterta

Útvarpskonan góðkunna Gerður G. Bjarklind tók vel í að baka tertu fyrir bloggið. Þegar ég kom heim til þeirra hjóna voru terturnar tvær, báðar einstaklega góðar og fallegar eins og við var að búast af jafn listrænni konu og Gerður er, en glerlist hennar og jólakortin eru fræg fyrir listfengi og natni. Úti á svölum var ræktunin að fara af stað, enda vorið á næsta leiti. Hér er sko ekki komið að tómum kofunum! Svo fengum við að hitta hina vösku nágrannakonu hennar, Ingibjörgu Elíasdóttur, sem starfaði í fjármálaráðuneytinu í 40 ár, fyrst með Eysteini Jónssyni og síðast með Friðriki Sophussyni!

GERÐUR G BJARKLINDMARENGSTERTURDÖÐLUTERTURSÚKKULAÐITERTURÚTVARPIÐ

.

Marengsterta Margrétar Marengs terta ferskjur apríkósusulta Margrét Guðmundsdóttir mjög góð terta
Marengsterta Margrétar

Marengsterta Margrétar

5 eggjahvítur
2 dl hvítur sykur
Þeytið vel og lengi saman, þar til er orðið létt
Klæðið bökunarplötur með smjörpappír og bakið tvo botna á 150°C í um 50 mín. Kælið

Á milli:
1/2 l rjómi
1 ds ferskjur.
Þeytið rjómann, takið svolítið frá til skrauts, og blandið helmningnum af ferskjunum saman við. Setjið annan marengsbotninn á tertudisk, setjið ferskjurjómann ofan á og loks hinn marengsinn ofan á. Skreytið með restinni af ferskjunum og þeytta rjómanum.
Best er að setja á kökuna um morgun þess dags, sem veizlan er. Kökuna er allt í lagi að baka tveim dögum áður.

Döðlu- og súkkulaðiterta
Döðlu- og súkkulaðiterta

Döðlu- og súkkulaðiterta

1 b sykur
2 egg
3 msk hveiti
1 b döðlur
3 msk vatn
1/2 b brytjað suðusúkkulaði (56%)
1/2 b kornflögur
1 tsk lyftiduft
1 tsk vanilludropar

Brytjið döðlur gróft og sjóðið í vatninu í 5 mín. Látið kólna. Hrærið vel saman eggjum og sykri. Bætið við hveiti súkkulaði, kornflexi, lyftidufti og vanillu. Setjið loks döðlumaukið saman við og bakið í tveimur tertuformum í 45 mín. við 150°C.
Setjið botnana saman með vel af apríkósusultu á milli.

Súkkulaðikrem:
70 g 76% súkkulaði
1 msk síróp
1 msk smjör
Bræðið saman í potti og hellið yfir kökuna. Skreytið með jarðarberjum.

Á hliðarnar: Ég setti pecanhnetur, valhnetur í matvinnsluvél, þar til þær voru orðnar mjúkar. Ég hitaði smjör og rjóðaði möndlumassann saman við og smurði massanum á kökuhliðina, þjappaði á með fingrum, þar til massinn var orðinn fastur og þéttur. Þá hellti ég súkkulaðinu, volgu yfir kökuna, þannig að súkkulaðið læki niður á massann og svo skreytti ég.

Sveinn og Gerður G. Bjarklind og Albert
Albert með heiðurshjónunum Sveini og Gerði G. Bjarklind

GERÐUR G BJARKLINDMARENGSTERTURDÖÐLUTERTURSÚKKULAÐITERTURÚTVARPIÐ

GERÐUR G. BJARKLIND

📻

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.