Döðlugott með lakkrís

Döðlugott með lakkrís Döðlur Rice krispies súkkulaði döðlunammi
Döðlugott með lakkrís

Döðlugott með lakkrís

DÖÐLUGOTTFERMINGDÖÐLURRICE KRISPIESLAKKRÍS

.

Döðlugott með lakkrís

500 g döðlur saxaðar smátt

250 g smjör

5-6 bollar Rice krispies

400 g rjómasúkkulaði

2 pokar lakkrískurl

Döðlur og smjör brætt saman í potti og hitað þangað til döðlurnar eru orðnar mjúkar.
Blandið Rice crispies og lakkrískurli saman við og setjið í form í frysti í 10 mín.
Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Hellið yfir rice crispiesblönduna og frystið í u.þ.b. 30 mín.
Skerið í bita og berið fram og njótið.

Döðlugottið var á borðum í fermingu Guðmundar en upphaflega uppskriftin birtist á Gulur, rauður, grænn og salt. 

— DÖÐLUGOTT MEÐ LAKKRÍS —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Graskerssúpa

Graskerssúpa.  Bergþór Bjarnason hélt glæsilegt matarboð í Frakklandi á dögunum og bauð upp á graskerssúpu í forrétt. „Á þessum árstíma er mikið um grasker eða önnur svipuð fyrirbæri sem við köllum hér ,,courge“ og einhvern tíma þegar ég var að vandræðast yfir því hvað ég ætti að gera við þetta því ég hafði aldrei notað ,,courge“ áður, sá ég uppskrift af gratíni og lærði þannig að undirbúa þetta grænmeti og þróaði þessa súpu" segir Eyjapilturinn Bergþór

Chili sin carne – Grænmetispottréttur með chili

Chili sin Carne - Grænmetispottréttur með chili.  Gunna Stína var að tala um mat um daginn (eins og oft áður), meðal annars chili sin carne sem bragðaðist einstaklega vel. Hún útvegaði mér uppskriftina....

Karrýtómatkjúklingur – Tómatkarrýkjúklingur

Karrýtómatkjúklingur - Tómatkarrýkjúklingur. Þessi kjúklingaréttur slær alltaf í gegn, þrátt fyrir að í honum sé þó nokkuð af karrýi er hann alls ekki sterkur. Stundum set ég meira af grænmeti en segir í uppskriftinni.