Döðlugott með lakkrís

Döðlugott með lakkrís Döðlur Rice krispies súkkulaði döðlunammi
Döðlugott með lakkrís

Döðlugott með lakkrís

DÖÐLUGOTTFERMINGDÖÐLURRICE KRISPIESLAKKRÍS

.

Döðlugott með lakkrís

500 g döðlur saxaðar smátt

250 g smjör

5-6 bollar Rice krispies

400 g rjómasúkkulaði

2 pokar lakkrískurl

Döðlur og smjör brætt saman í potti og hitað þangað til döðlurnar eru orðnar mjúkar.
Blandið Rice crispies og lakkrískurli saman við og setjið í form í frysti í 10 mín.
Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Hellið yfir rice crispiesblönduna og frystið í u.þ.b. 30 mín.
Skerið í bita og berið fram og njótið.

Döðlugottið var á borðum í fermingu Guðmundar en upphaflega uppskriftin birtist á Gulur, rauður, grænn og salt. 

— DÖÐLUGOTT MEÐ LAKKRÍS —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bernaise sósa frá grunni – brjálæðislega góð

Bernaise sósa frá grunni. Það má nú alveg tala um endurkomu Bernaise sósunnar, hún er kannski ekki sú hollasta  sem til er - en mikið er alvöru Bernaise sósa gerð frá grunni góð. Sósan er upphaflega frönsk og minnir um margt á Hollandaise sósu. Bernaise passar sérstaklega vel með nautasteik og  lambalæri - já ég held bara flestu kjöti. Í matarboði Gunnars og Helenu var Berneaise sósa sem Gunnar lagaði frá grunni.

SaveSave

SaveSave