Kókosbollu- og berjabomba – hættulega gott

Kókosbollu- og berjabomba - hættulega gott kókósbolludesert eftirrétturVölu jarðarber bláber brómber Einfalt fljótlegt kókosbollur nóa kropp rjómi marengs rjómi
Kókosbollu- og berjabomba

Kókosbollu- og berjabomba

4-5 kókosbollur

1 marengsbotn brotin niður

500 ml rjómi

1 lítill poki Nóa Kropp

Ber að eigin vali

Stífþeytið rjómann, bætið kókosbollunum samanvið með sleikju, brjótið marengsbotninn saman við og Nóa kroppinu. Setjið í form og vel af berjum yfir.

Kókosbollu- og berjabomban var á hlaðborðinu í kaffiveislu kirkjunefndar kvenna Dómkirkjunnar

FLEIRI KÓKOSBOLLUUPPSKRIFTIR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Speltbrauð með lyftidufti

Speltbrauð með lyftidufti. Sumir hræðast gerbrauð, telja það flókinn bakstur. Við hættum samt ekki að baka þó eitthvað misheppnist einu sinni. Æfingin skapar meistarann. Það tekur ekki eins langan tíma að undirbúa lyftiduftsbrauð, en það bakast lengur en gerbrauðið. Engar afsakanir lengur, upp með svunturnar....

Bláberjaterta

Blaberjakaka

Bláberjaterta. Við búum enn svo vel að eiga bláber frá síðasta sumri sem móðir mín tíndi í lítravís og frysti. Berin fóru frosin í botninn og sprungu í hitanum.... Í upphaflegu uppskriftinni, sem hér er lítillega breytt, er tekið fram að kökunni eigi að hvolfa á tertudisk eftir bakstur og bera þannig fram. Þið veljið hvora aðferðina þið notið. Bláberjatertan er vegan, en þeir sem eru vegan borða ekki dýraafurðir, ég veit ekki hvort er til íslenskt orð yfir vegan en auglýsi eftir því hér með (grænmetisæta er ekki nógu gott).