Harira súpa

 

Harira er Marokkósk súpa. Þó hún sé elduð árið um kring, er hún mest elduð í kringum Ramadan, við lok föstu. Hægt er að fá Harira á börum, veitingavögnum og á betri veitingastöðum, en hver staður hefur sitt bragð.
Harira

Harira er Marokkósk súpa

Þó hún sé elduð árið um kring, er hún mest elduð í kringum Ramadan, við lok föstu. Hægt er að fá Harira á börum, veitingavögnum og á betri veitingastöðum, en hver staður hefur sitt bragð.
Það eru margar útgáfur og uppskriftir sem fylgja kynslóð eftir kynslóð en í grunninn er Haria búin til úr kartöflum, gulrótum, tómötum, linsubaunum og kjúklingabaunum ásamt ferskum kóriander, bragðbætt með sneið af lime og döðlum, borin fram með hummus og súrdeigsbrauði.

Á Tehúsinu á Egilsstöðum er hægt að fá einstaklega góða Harira súpu sem er mjög vinsæl meðal gesta.

.

KJÚKLINGABAUNIRSÚPURMAROKKÓ

.

Harira

1 ds kjúklingabaunir
3 dl rauðar linsubaunir
1 1/2 dl grænar linsubaunir
1 ds tómatmauk
1 ds tómatar, saxaðir
1 stór laukur
250 g gulrætur
250 g kartöflur
2 l vatn
grænmetiskraftur
2 tsk malað kúmen
1 tsk engifer
1 tsk kanill
1 tsk chili
1 tsk reykt paprika
1 tsk kóríander
1 tsk salt
1 box ferskt kóríander, saxað
olía

Afhýðið grænmeti (lauk, gulrætur og kartöflur) og skerið í bita. Hitið olíu í potti og steikið. Bætið við öllum kryddunum ásamt tómötum.
Látið linsur, vatn, ferskt kóríander og grænmetiskraft saman við, hrærið vel í og látið sjóða í um 20-30 mín. eða þar til linsurnar eru mjúkar. Bætið þá við kjúklingabaunum. Smakkið til.
Berið fram með söxuðum döðlum, lime og fersku kóríander

FLEIRI SÚPUR — MAROKKÓSKAR UPPSKRIFTIR

.

Tehúsið Hostel Egilsstaðir opnaði í apríl 2018 eigendur eru Agnes Brá Birgisdóttir og Halldór Warén.Húsnæðið hýsti áður Trésmiðju Kaupfélags Héraðsbúa.

Tehúsið Hostel opnaði í apríl 2018 eigendur eru Agnes Brá Birgisdóttir og Halldór Warén.
Húsnæðið hýsti áður Trésmiðju Kaupfélags Héraðsbúa.

Á kaffihúsinu er áherslan á mat sem búinn er til á staðnum, kökur, veganvænan mat og  barmatseðil.

.

KJÚKLINGABAUNIRSÚPURMAROKKÓ

Harirasúpa

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rabarbarapæið með bláberjum, súkkulaði og marsipani

Rabarbarapæið með bláberjum, súkkulaði og marsipani. Það er nú ánægjulegt að sá hinar ýmsu útgáfur af rabarbarapæinu góða. Í kaffi hjá Carolu var boðið var upp á rabarbarapæ með bláberjum, marsípani og súkkulaði. Það þarf nú varla að taka það fram að ég tók hressilega til matar míns.

SaveSave

SaveSaveSaveSave

Blinis með rauðrófumauki og reyktum laxi

Blinis með rauðrófumauki

Blinis með rauðrófumauki og reyktum laxi. Blinis eru litlar ósætar lummur. Ef maður hefur tíma er upplagt að bjóða upp á slíkt áður en gestir setjast til borðs. Hingað komu á dögunum nokkrar elegant konur í síðdegiskaffi fyrir Jólablað Morgunblaðsins. Þegar elegant konur koma við er bara við hæfi að skála í góðu freyðivíni og með því voru blinis með rauðrófumauki og laxi. Óskaplega gott og fagurt.

Kínóasalat með valhnetum – Hreinasta dásemd

Kínóasalat með valhnetum

Kínóasalat með valhnetum. Mér finnst ágætt að láta svona salöt standa í svo sem klukkutíma áður en þau eru borðuð. Kínóa er hreinasta dásemd eins og áður hefur komið fram. Það er auðvelt að vinna með það, fer vel í maga og svo er það svo meinhollt að það hálfa væri alveg nóg.