Harira er Marokkósk súpa
Þó hún sé elduð árið um kring, er hún mest elduð í kringum Ramadan, við lok föstu. Hægt er að fá Harira á börum, veitingavögnum og á betri veitingastöðum, en hver staður hefur sitt bragð.
Það eru margar útgáfur og uppskriftir sem fylgja kynslóð eftir kynslóð en í grunninn er Haria búin til úr kartöflum, gulrótum, tómötum, linsubaunum og kjúklingabaunum ásamt ferskum kóriander, bragðbætt með sneið af lime og döðlum, borin fram með hummus og súrdeigsbrauði.
Á Tehúsinu á Egilsstöðum er hægt að fá einstaklega góða Harira súpu sem er mjög vinsæl meðal gesta.
.
— KJÚKLINGABAUNIR — SÚPUR — MAROKKÓ —
.
Harira
1 ds kjúklingabaunir
3 dl rauðar linsubaunir
1 1/2 dl grænar linsubaunir
1 ds tómatmauk
1 ds tómatar, saxaðir
1 stór laukur
250 g gulrætur
250 g kartöflur
2 l vatn
grænmetiskraftur
2 tsk malað kúmen
1 tsk engifer
1 tsk kanill
1 tsk chili
1 tsk reykt paprika
1 tsk kóríander
1 tsk salt
1 box ferskt kóríander, saxað
olía
Afhýðið grænmeti (lauk, gulrætur og kartöflur) og skerið í bita. Hitið olíu í potti og steikið. Bætið við öllum kryddunum ásamt tómötum.
Látið linsur, vatn, ferskt kóríander og grænmetiskraft saman við, hrærið vel í og látið sjóða í um 20-30 mín. eða þar til linsurnar eru mjúkar. Bætið þá við kjúklingabaunum. Smakkið til.
Berið fram með söxuðum döðlum, lime og fersku kóríander
FLEIRI SÚPUR — MAROKKÓSKAR UPPSKRIFTIR—
.
Tehúsið Hostel opnaði í apríl 2018 eigendur eru Agnes Brá Birgisdóttir og Halldór Warén.
Húsnæðið hýsti áður Trésmiðju Kaupfélags Héraðsbúa.
Á kaffihúsinu er áherslan á mat sem búinn er til á staðnum, kökur, veganvænan mat og barmatseðil.
.
— KJÚKLINGABAUNIR — SÚPUR — MAROKKÓ —
— Harirasúpa —
.