Lummur – gömlu góðu lummurnar úr bókinni Við matreiðum

Lummur - hveitikökur - skonsur lummuuppskrift klattar einfalt kaffimeðlæti fljótlegt
Lummur – hveitikökur – skonsur

Lummur – hveitikökur – skonsur. Sú uppskrifabók sem lengst hefur fylgt mér er bókin Við matreiðum og uppskrifin er úr þeirri ágætu bók.

Við verðum að passa að rugla ekki saman lummum og pönnukökum – grunnurinn í þetta góða kaffimeðlæti sé svo að segja sá sami þá eru lummur ekki pönnukökur og pönnukökur ekki lummur.

🇮🇸

LUMMURVIÐ MATREIÐUMPÖNNUKÖKUR — KAFFIMEÐLÆTIBAKSTURTERTURHJÓNABANDSSÆLUR

🇮🇸

Lummur

2 1/2 dl heilhveiti
2 1/2 dl hveiti
2 1/2 tsk lyftiduft
1 msk púðursykur
1/2 tsk salt
4-5 dl mjólk, súrmjólk eða undanrenna
1 egg
3 msk matarolía

Látið heilhveitið í skál, sigtið hveiti og lyftiduft saman við, bætið sykri og salti þar í.

Hellið 4 dl af mjólk yfir hveitiblönduna og hrærið í kekkjalaust deig. Hrærið egginu og matarolíunni saman við deigið og bætið meiri mjólk út ef deigið er of þykkt.

Bakið á heitri pönnu.

Lummurnar eru bestar nýbakaðar með margs konar áleggi.

🇮🇸

LUMMURVIÐ MATREIÐUMPÖNNUKÖKUR — KAFFIMEÐLÆTIBAKSTURTERTURHJÓNABANDSSÆLUR

— LUMMUR, KLASSÍSKA GÓÐA UPPSKRIFTIN —

🇮🇸

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Appelsínukaka með súkkulaðikremi

 

 

 

Appelsinukaka. Bogga frænka mín á Núpi bakaði þessa undurgóðu Appelsínuköku og bauð í kaffi. Ömmustelpan hennar Helena Draumey plokkaði kremið ofan af tertunni og borðaði af mikilli áfergju #auðvitaðsegjaömmurekkertþegarbarnabörninborðabarakremiðaftertum

Tíu vinsælustu gestabloggararnir á alberteldar.com

Tíu vinsælustu gestabloggararnir. Núna þegar árið er rétt hálfnað er ágætt að horfa um öxl og skoða hvaða gestabloggarar njóta mestra vinsælda. Gestabloggaraleikurinn felst í að 52 útbúa góðgæti fyrir bloggið á árinu. Topp tíu listinn er hér að neðan, smellið á nöfnin þeirra til að sjá færslurnar

  1. Helga Hermannsdóttir
  2. Anna Sigga Helgadóttir
  3. Margrét Jónsdóttir Njarðvík
  4. Svanhvít Valgeirsdóttir
  5. Helga Þorleifsdóttir
  6. Signý Sæmundsdóttir
  7. Edda Björgvinsdóttir
  8. Þórunn Björnsdóttir
  9. Ólöf Jónsdóttir
  10. Vigdís Másdóttir

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave