Harira súpa

 

Harira er Marokkósk súpa. Þó hún sé elduð árið um kring, er hún mest elduð í kringum Ramadan, við lok föstu. Hægt er að fá Harira á börum, veitingavögnum og á betri veitingastöðum, en hver staður hefur sitt bragð.
Harira

Harira er Marokkósk súpa

Þó hún sé elduð árið um kring, er hún mest elduð í kringum Ramadan, við lok föstu. Hægt er að fá Harira á börum, veitingavögnum og á betri veitingastöðum, en hver staður hefur sitt bragð.
Það eru margar útgáfur og uppskriftir sem fylgja kynslóð eftir kynslóð en í grunninn er Haria búin til úr kartöflum, gulrótum, tómötum, linsubaunum og kjúklingabaunum ásamt ferskum kóriander, bragðbætt með sneið af lime og döðlum, borin fram með hummus og súrdeigsbrauði.

Á Tehúsinu á Egilsstöðum er hægt að fá einstaklega góða Harira súpu sem er mjög vinsæl meðal gesta.

.

KJÚKLINGABAUNIRSÚPURMAROKKÓ

.

Harira

1 ds kjúklingabaunir
3 dl rauðar linsubaunir
1 1/2 dl grænar linsubaunir
1 ds tómatmauk
1 ds tómatar, saxaðir
1 stór laukur
250 g gulrætur
250 g kartöflur
2 l vatn
grænmetiskraftur
2 tsk malað kúmen
1 tsk engifer
1 tsk kanill
1 tsk chili
1 tsk reykt paprika
1 tsk kóríander
1 tsk salt
1 box ferskt kóríander, saxað
olía

Afhýðið grænmeti (lauk, gulrætur og kartöflur) og skerið í bita. Hitið olíu í potti og steikið. Bætið við öllum kryddunum ásamt tómötum.
Látið linsur, vatn, ferskt kóríander og grænmetiskraft saman við, hrærið vel í og látið sjóða í um 20-30 mín. eða þar til linsurnar eru mjúkar. Bætið þá við kjúklingabaunum. Smakkið til.
Berið fram með söxuðum döðlum, lime og fersku kóríander

FLEIRI SÚPUR — MAROKKÓSKAR UPPSKRIFTIR

.

Tehúsið Hostel Egilsstaðir opnaði í apríl 2018 eigendur eru Agnes Brá Birgisdóttir og Halldór Warén.Húsnæðið hýsti áður Trésmiðju Kaupfélags Héraðsbúa.

Tehúsið Hostel opnaði í apríl 2018 eigendur eru Agnes Brá Birgisdóttir og Halldór Warén.
Húsnæðið hýsti áður Trésmiðju Kaupfélags Héraðsbúa.

Á kaffihúsinu er áherslan á mat sem búinn er til á staðnum, kökur, veganvænan mat og  barmatseðil.

.

KJÚKLINGABAUNIRSÚPURMAROKKÓ

Harirasúpa

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.