Bláberjabaka með marengs

Bláberjabaka með marengs Anna Björg Halldórsdóttir marengsbláberjabaka baka bláber
Bláberjabaka með marengs

Bláberjabaka með marengs

Anna Björg frænka mín kom með þessa ægigóðu bláberjaböku þegar hún og Halla Sólveig systir hennar buðu í kaffi á dögunum

.

MARENGS — BLÁBERBÖKUR

.

Bláberjabaka með marengs

1 pk. niðurmulið heilhveitikex sem þekur botn ílátsins. Ég nota norskt kex, Rugmo heitir það. Svolítið brætt smjör sett ofan á.
Síðan hrært saman 3-4 eggjarauðum (eftir stærð íláts og eggja, ég notaði 4, en hefði líklega verið betra með 3) og sykri, 1 dl. Hrært lengi, þar til það er létt og ljóst eins og segir í uppskriftum.

Síðan hrært saman við þetta 1 dós af rjómaosti og einni dós af sýrðum rjóma, ég notaði 18%. Vanilludropar settir í. Þetta gums síðan sett ofan á mulda kexbotninn og bætt á þetta bláberjum að vild.

Marens þeyttur (4 eggjahvítur og 1,5 dl sykur) og settur ofan á allt saman. Má hafa möndluspæni ef vill (en nú eru svo margir með hnetuofnæmi, svo mér finnst best að sleppa því).

Sett í 180°C heitan ofn (minn með blæstri) og bakað þar til marensið er orðin gullinbrúnt, tók 15 mín í dag, en það þarf að fylgjast með því.

Systurnar Anna Björg og Halla Sólveig Halldórsdætur

.

MARENGS — BLÁBERBÖKUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kelpnúðlur með pestói og spergilkáli

Kelp núðlusalat

Kelpnúðlur með pestó og spergilkáli. Kelp er þarategund, einskonar grænmeti úr sjó, sem inniheldur mikið af joði, kalíum, járni og kalki. Í 100 g af kelp eru aðeins FIMM HITAEININGAR og eitt gramm af kolvetnum.

Þorrinn og þorramaturinn – rammíslenskt

Þorrinn og þorramaturinn. Stundum heyrist að þorramaturinn sé skemmdur matur og ekki mönnum bjóðandi, ekki veit ég hvernig sá misskilningur varð til. Hið rétta er að súrsunin er geymsluaðferð sem notuð hefur verið notuð hér á landi í aldir. Súrsun, söltun, þurrkun og reyking eru aðferðir sem voru algengar öldum saman og eru enn. Fólk bjargaði sér í gamladaga og gerir enn.

Verum stolt af íslenska þorramatnum og nýtum enn frekar. Það liggja mörg tækifæri í honum. Hvernig væri að opna veitingahús sem einungis býður upp á þorramat, allan ársins hring. Slíkt mundir slá í gegn hjá ferðamönnum.

Einfaldur og fljótlegur desert Svanhvítar

Einfaldur og fljótlegur desert Svanhvítar „Þetta er dæmigerður belgískur eftirréttur. Belgar nota Speculoos kexið í allskonar kökur og eftir rétti. Svanhvít gerir þennan eftirrétt stundum þegar hún fær fólk í heimsókn. Ef þið fáið ekki Speculoos kex í búðum má nota LU-kex með kanil."