Auglýsing
Bláberjabaka með marengs Anna Björg Halldórsdóttir marengsbláberjabaka baka bláber
Bláberjabaka með marengs

Bláberjabaka með marengs

Anna Björg frænka mín kom með þessa ægigóðu bláberjaböku þegar hún og Halla Sólveig systir hennar buðu í kaffi á dögunum

.

MARENGS — BLÁBERBÖKUR

.

Bláberjabaka með marengs

1 pk. niðurmulið heilhveitikex sem þekur botn ílátsins. Ég nota norskt kex, Rugmo heitir það. Svolítið brætt smjör sett ofan á.
Síðan hrært saman 3-4 eggjarauðum (eftir stærð íláts og eggja, ég notaði 4, en hefði líklega verið betra með 3) og sykri, 1 dl. Hrært lengi, þar til það er létt og ljóst eins og segir í uppskriftum.

Síðan hrært saman við þetta 1 dós af rjómaosti og einni dós af sýrðum rjóma, ég notaði 18%. Vanilludropar settir í. Þetta gums síðan sett ofan á mulda kexbotninn og bætt á þetta bláberjum að vild.

Marens þeyttur (4 eggjahvítur og 1,5 dl sykur) og settur ofan á allt saman. Má hafa möndluspæni ef vill (en nú eru svo margir með hnetuofnæmi, svo mér finnst best að sleppa því).

Sett í 180°C heitan ofn (minn með blæstri) og bakað þar til marensið er orðin gullinbrúnt, tók 15 mín í dag, en það þarf að fylgjast með því.

Systurnar Anna Björg og Halla Sólveig Halldórsdætur

.

MARENGS — BLÁBERBÖKUR

.

Auglýsing