Heitur brauðréttur Elsu Guðjóns
Þegar handverksfólk í Galleríi Kolfreyju hittist kom Elsa Guðjóns með heitan brauðrétt. Eins og áður hefur komið fram eru heitir réttir sívinsælir
— GALLERÍ KOLFREYJA — FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — HEITIR RÉTTIR — ELSA GUÐJÓNSDÓTTIR —
Heitur brauðréttur Elsu Guðjóns
1 piparostur
1 sveppaostur
1 rauð paprika
1 skinkubréf, skorið í teninga
1 ds grænn aspas í bitum
1 ds sveppir
10 brauðsneiðar rifnar niður
dass af rjóma
rifinn ostur
Ostur bræddur í potti með rjóma. Skinku, aspas og sveppum bætt saman við. Brauðið sett í eldfast form. Hellt úr pottinum yfir og rifinn ostur settur yfir. Bakað í ofni þar til ostur er gulbrúnn
.
— GALLERÍ KOLFREYJA — FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — HEITIR RÉTTIR —
— HEITUR BRAUÐRÉTTUR ELSU GUÐJÓNS —
.