Brauðsúpa - rúgbrauðssúpa. Uppáhaldssúpur mínar á bernskuárunum voru lúðusúpa og rúgbrauðssúpa. Til að rifja upp sæluminningar tengdar rúgbrauðssúpunni fékk ég uppskriftina hjá mömmu og er hún hér lítillega breytt.
Kartöfluvínarbrauð. Ef þið eigið afganga af kartöflum er alveg upplagt að baka úr þeim vínarbrauð. Nú ef þið eigið ekki afganga þá má bara sjóða nokkrar kartöflur og baka úr þeim vínarbrauð :) Það er ágætt að hafa í huga að deigið getur klestst og því ágætt að hnoða upp í það meira hveiti - þarf svolítið að meta. Þó flestir séu vanir rabarbarasultu á kartöfluvínarbrauðið má vel breyta til og annað hvort blanda annarri sultu saman við eða eins og er á meðfylgjandi mynd - nota bláberjasultu.
Café París í Austurstræti. Nýlega var Café París í miðbæ Reykjavíkur tekið hressilega í gegn og endurskipulagt í einu og öllu. Hið nýja Café París er einkar vel heppnað, Parísarstemningin allsráðandi og mættu gömlu Íslendingastaðirnir í París, eins og Select og Café de Flore herma svolítið eftir. Allt er vandað og gerðarlegt, diskar merktir staðnum, hnífapör vegleg og þjónar bæði frjálslegir og þægilegir og fallega klæddir í hvítum skyrtum með stórar síðar brúnar svuntur. Staðsetningin er auðvitað ein sú besta á landinu og stéttin ein sú veðursælasta, enda fyllist hún við Austurvöll á augabragði, ef sést til sólar og þarf ekki alltaf sólskin til.