Saga hnífapara
Í bókinni Discovering Antiques eftir Eric Knowles kemur fram að í Evrópu hafi matur verið borðaður með fingrunum til 16. aldar en þá fór fólk að ganga um með sín eigin hnífapör, sem voru úr tré. Silfurhnífapör voru ekki fundin upp fyrr en seint á 17. öld í Frakklandi en hlutverk þeirra var helst að sýna fram á stéttaskiptingu og ríkidæmi. Það voru hins vegar Englendingar sem sem hófu að gera borðbúnað og um árið 1800 var orðið vinsælt að hafa marga gaffla og hnífa við máltíð. Áður höfðu sömu hnífapörin verið notuð aftur og aftur með mismunandi réttum.
Á 17. öld voru hnífapör á Englandi látin snúa niður til að greftrun og skjaldarmerki eigenda þeirra sæist. Um 1800 snérust hnífapörin upp á við og fóru þá að vera skreytt með miklum mynstrum. Á sama tíma var tindum gaffla fjölgað úr þremur í fjóra. Því má segja að strax frá upphafi hafi borðbúnaður ekki einungis verið notaður til að matast heldur einnig til að gefa til kynna stétt og stöðu eigenda sinna.
— BORÐSIÐIR — MEIRA UM HNÍFAPÖR — ENGLAND — FRAKKLAND — AF HVERJU TÖLUM VIÐ UM HNÍFAPÖR EN EKKI GAFFLAPÖR? —
.
–
— BORÐSIÐIR — MEIRA UM HNÍFAPÖR — ENGLAND — FRAKKLAND — AF HVERJU TÖLUM VIÐ UM HNÍFAPÖR EN EKKI GAFFLAPÖR? —
—