Saga hnífapara

hnífapör saga hnífapara hnífur og gaffall skeið súpuskeið saga upphaf Discovering Antiques eftir Eric Knowles skjaldarmerki borðbúnaður veisla veislur Silfurhnífapör
Hnífapör

Saga hnífapara

Í bókinni Discovering Antiques eftir Eric Knowles kemur fram að í Evrópu hafi matur verið borðaður með fingrunum til 16. aldar en þá fór fólk að ganga um með sín eigin hnífapör, sem voru úr tré. Silfurhnífapör voru ekki fundin upp fyrr en seint á 17. öld í Frakklandi en hlutverk þeirra var helst að sýna fram á stéttaskiptingu og ríkidæmi. Það voru hins vegar Englendingar sem sem hófu að gera borðbúnað og um árið 1800 var orðið vinsælt að hafa marga gaffla og hnífa við máltíð. Áður höfðu sömu hnífapörin verið notuð aftur og aftur með mismunandi réttum.

Á 17. öld voru hnífapör á Englandi látin snúa niður til að greftrun og skjaldarmerki eigenda þeirra sæist. Um 1800 snérust hnífapörin upp á við og fóru þá að vera skreytt með miklum mynstrum. Á sama tíma var tindum gaffla fjölgað úr þremur í fjóra. Því má segja að strax frá upphafi hafi borðbúnaður ekki einungis verið notaður til að matast heldur einnig til að gefa til kynna stétt og stöðu eigenda sinna.

BORÐSIÐIR — MEIRA UM HNÍFAPÖR — ENGLANDFRAKKLANDAF HVERJU TÖLUM VIÐ UM HNÍFAPÖR EN EKKI GAFFLAPÖR?

.

Discovering Antiques eftir Eric Knowles

BORÐSIÐIR — MEIRA UM HNÍFAPÖR — ENGLANDFRAKKLANDAF HVERJU TÖLUM VIÐ UM HNÍFAPÖR EN EKKI GAFFLAPÖR?

— SAGA HNÍFAPARANNA —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.