Kókóslímónukaka
Hér hefur oft verið vitnað í árin mín í Listaháskólanum og Dóra Emils í eldhúsinu dásömuð út í eitt. Hún opnaði augu mín fyrir grænmetisfæði og gæðum þess. Stoð og stytta Dóru í eldhúsinu var Lilja Guðmundsdóttir. Fyrir fimmtán árum keyptu þau hjónin Ólafshús á Borðeyri og hafa heldur betur tekið þar til hendinni. Við komum við á Borðeyri og þáðum hjá þeim kaffi og límónuköku sem var nýkomin úr ofninum. Fyrir tæpum 80 árum var Páll tengdó í Bretavinnu og sá meðal annars um að flytja vörur á báti milli Borðeyrar og Reykja í Hrútafirði. Þessa sögu og aðrar rifjaði hann upp á meðan við hámuðum í okkur kökuna góðu.
— LILJA GUÐM — #sumarferðalag1/15 — MÖTUNEYTI LHI — DÓRA EMILS — PÁLL BERGÞÓRSSON — BORÐEYRI —
.
Kókóslímónukaka
100 g smjör mjúkt
160 g sykur
180 g hveiti
1 tsk lyftiduft
2 egg
2 dl kókósmjólk
2 stk lime (hýði)
Setja í formkökuform smyrja vel og setja bökunarpappír í botninn.
175 í 40-45 mín
1 dl kókósmjólk
80 gr sykur
Hita að suðu og bæta út í safa úr 2 lime.
Hellið yfir kökuna um leið og hún kemur úr ofninum og látið standa þar til hún er búin að drekka í sig safann.
Hvolfið kökunni varlega, raspið berki af tveimur lime blandið við 40 gr sykur og setjið yfir kökuna.
.
— LILJA GUÐM — #sumarferðalag1/15 — MÖTUNEYTI LHI — DÓRA EMILS — PÁLL BERGÞÓRSSON — BORÐEYRI —
.