Steiktur fiskur í brúnni sósu og ávaxtagrautur með rjóma

Ávaxtagrautur með rjóma Steiktur fiskur í brúnni sósu Fáskrúðsfjörður Aðalheiður Sigurbjörnsdóttir alla á kolmúla
Albert og Aðalheiður

Steiktur fiskur í brúnni sósu og ávaxtagrautur með rjóma

Einn þeirra rétta frá því í gamla daga sem enn stendur fyrir sínu er steiktur fiskur í brúnni sósu. Aðalheiður Sigurbjörnsdóttir var að segja mér frá frönskum gestum hennar sem líkaði þessi einstaklega vel. Eftir þetta hugsað ég ekki um annað en steiktan fisk í brúnni sósu. Auðvitað tók Alla vel í að steikja fyrir mig réttinn góða og viti menn, hann bragðast alveg jafn vel og í mínu ungdæmi.

#sumarferðalag10/15 — FISKURAÐALHEIÐURFÁSKRÚÐSFJÖRÐUR

.

Steiktur fiskur í brúnni sósu

Steiktur fiskur í brúnni sósu

Ferskur fiskur
hveiti
paprika
aromat
pipar
egg
smjörlíki
laukur
sykur
sósulitur

Skerið laukinn í tvennt og síðan í sneiðar. Steikið hann á pönnu í smjörlíki. Takið til hliðar. Skerið fiskinn í bita, veltið upp úr eggi og síðan hveiti. Steikið í smjörlíki á pönnu. Kryddið með papriku, Aromati og pipar. Stráið tveimur msk af hveiti yfir. Bætið við lauk, sósulit, 1/2 tsk sykri og heitu vatni. Sjóðið í sósunni í nokkrar mínútur.

Ávaxtagrautur með rjóma

Ávaxtagrautur með rjóma

Til að toppa allt saman bar hún á borð ávaxtagraut með þeyttum rjóma í eftirrétt. Í hann fóru: sveskjur, rúsínur og epli púðursykur eða hvítan sykur og vatn svo fljóti yfir. Soðið í um 20 mín. Grauturinn er þykktur með kartöflumjöli og borinn fram volgur með þeyttum rjóma

.

#sumarferðalag10/15 — FISKURAÐALHEIÐURFÁSKRÚÐSFJÖRÐUR

— STEIKTUR FISKUR Í BRÚNNI SÓSU OG ÁVAXTAGRAUTUR MEÐ RJÓMA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ruslafatan er nauðsynleg í eldhúsum – úr bók frá 1942

Ruslafatan er nauðsynleg í eldhúsum. Margur lætur sér nægja fat eða fötu, sem er opin, en sjálfsagt er að hafa fötuna með loki. Oft kemur vond lykt úr fötunni. Má þá láta nokkrar bréfaræmur í hana og kveikja í þeim og loka henni. Síðan er fatan þvegin og þurrkuð

-Heimilisalmanak eftir Helgu Sigurðardóttur 1942

Bláberjabúðingur – silkimjúkur og rennur ljúflega niður

Bláberjabúðingur

Bláberjabúðingur. Mjög auðvelt að útbúa þennan búðing og það tekur ekki nema nokkrar mínútur. Bláberjabúðingurinn er silkimjúkur og rennur ljúflega niður. Það er ekki hægt að hafa það betra. 3 msk af chia fræjum fóru í matvinnsluvélina en tveimur matskeiðum af chiafræjum blandaði ég saman við eftir á.