
Steiktur fiskur í brúnni sósu og ávaxtagrautur með rjóma
Einn þeirra rétta frá því í gamla daga sem enn stendur fyrir sínu er steiktur fiskur í brúnni sósu. Aðalheiður Sigurbjörnsdóttir var að segja mér frá frönskum gestum hennar sem líkaði þessi einstaklega vel. Eftir þetta hugsað ég ekki um annað en steiktan fisk í brúnni sósu. Auðvitað tók Alla vel í að steikja fyrir mig réttinn góða og viti menn, hann bragðast alveg jafn vel og í mínu ungdæmi.
#sumarferðalag10/15 — FISKUR — AÐALHEIÐUR — FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR –
.

Steiktur fiskur í brúnni sósu
Ferskur fiskur
hveiti
paprika
aromat
pipar
egg
smjörlíki
laukur
sykur
sósulitur
Skerið laukinn í tvennt og síðan í sneiðar. Steikið hann á pönnu í smjörlíki. Takið til hliðar. Skerið fiskinn í bita, veltið upp úr eggi og síðan hveiti. Steikið í smjörlíki á pönnu. Kryddið með papriku, Aromati og pipar. Stráið tveimur msk af hveiti yfir. Bætið við lauk, sósulit, 1/2 tsk sykri og heitu vatni. Sjóðið í sósunni í nokkrar mínútur.

Ávaxtagrautur með rjóma
Til að toppa allt saman bar hún á borð ávaxtagraut með þeyttum rjóma í eftirrétt. Í hann fóru: sveskjur, rúsínur og epli púðursykur eða hvítan sykur og vatn svo fljóti yfir. Soðið í um 20 mín. Grauturinn er þykktur með kartöflumjöli og borinn fram volgur með þeyttum rjóma
.
#sumarferðalag10/15 — FISKUR — AÐALHEIÐUR — FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR –
— STEIKTUR FISKUR Í BRÚNNI SÓSU OG ÁVAXTAGRAUTUR MEÐ RJÓMA —
.