Himnesk gúllassúpa með ítölsku ívafi
1,6 kg smátt skorið nautagúllas
2 msk smjör
5-6 laukar, skornir í tvennt og svo í sneiðar
2 paprikur, skornar í bita
3 tsk paprikuduft
3 tsk hvítlauksduft
3 tsk timían
2 dósir niðursoðnir tómatar
6 msk tómatpuré
3 msk hunang
2½ l vatn
5-6 teningar nautakraftur
3 vænar bökunarkartöflur, skornar í teninga
2 sætar kartöflur, skornar í teninga
4 dl rjómi
Salt og pipar eftir smekk og ögn af chilidufti
Byrjið á að skera gúllasið í litla bita. Þerrið kjötið vel og kryddið með salti og pipar. Hitið stóran pott við fremur háan hita og bræðið smjörið. Brúnið kjötið án þess að gegnsteikja það og setjið svo til hliðar.
Lækkið hitann og steikið laukinn í 10-15 mínútur þannig að hann mýkist og breyti um lit. Paprikan steikt með. Bætið kjötinu aftur út í ásamt kryddinu og steikið aðeins áfram.
Setjið tómatpuré saman við ásamt krafti, tómötum, hunangi og vatni og hleypið suðunni upp. Flysjið kartöflurnar á meðan suðan er að koma upp og bætið þeim svo út í. Látið súpuna sjóða í 30 mínútur. Lækkið þá hitann, bætið rjómanum út í og smakkið til með salti og pipar.
Látið súpuna malla við vægan hita undir loki í 2-4 tíma. Því lengur því betra. Berið fram með brauði, sýrðum rjóma og steinselju.
Ofan á ef vill: Ferskt kóriander og sýrður rjómi – borið fram með snittubrauði og smjöri. Uppskriftin er fyrir 6-8 manns.
.
— SÚPUR — ÍTALÍA — KJÖT — SIGRÚN SVEINSDÓTTIR —
.
Sigrún Sveinsdóttir bauð í hádegisverð og var með gúllassúpuna góðu og tiramisu á eftir.
.
— SÚPUR — ÍTALÍA — KJÖT — SIGRÚN SVEINSDÓTTIR —
.