Himnesk gúllassúpa með ítölsku ívafi

Himnesk gúllassúpa með smá ítölsku ívafi sigrún sveinsdóttir súpa ítalía ítalskur matur gúllas
Himnesk gúllassúpa með smá ítölsku ívafi

Himnesk gúllassúpa með ítölsku ívafi

1,6 kg smátt skorið nautag­úllas
2 msk smjör
5-6 lauk­ar, skorn­ir í tvennt og svo í sneiðar
2 paprikur, skornar í bita
3 tsk papriku­duft
3 tsk hvítlauksduft
3 tsk timí­an
2 dósir niðursoðnir tómatar
6 msk tóm­at­puré
3 msk hun­ang
2½ l vatn
5-6 ten­ing­ar nautakraft­ur
3 væn­ar bök­un­ar­kart­öfl­ur, skorn­ar í ten­inga
2 sætar kart­öflur, skor­nar í ten­inga
4 dl rjómi
Salt og pip­ar eft­ir smekk og ögn af chil­idufti

Byrjið á að skera gúllasið í litla bita. Þerrið kjötið vel og kryddið með salti og pip­ar. Hitið stór­an pott við frem­ur háan hita og bræðið smjörið. Brúnið kjötið án þess að gegn­steikja það og setjið svo til hliðar.
Lækkið hit­ann og steikið lauk­inn í 10-15 mín­út­ur þannig að hann mýk­ist og breyti um lit. Paprikan steikt með. Bætið kjöt­inu aft­ur út í ásamt kryddinu og steikið aðeins áfram.
Setjið tóm­at­puré sam­an við ásamt krafti, tómöt­um, hun­angi og vatni og hleypið suðunni upp. Flysjið kart­öfl­urn­ar á meðan suðan er að koma upp og bætið þeim svo út í. Látið súp­una sjóða í 30 mín­út­ur. Lækkið þá hit­ann, bætið rjóm­an­um út í og smakkið til með salti og pip­ar.
Látið súp­una malla við væg­an hita und­ir loki í 2-4 tíma. Því leng­ur því betra. Berið fram með brauði, sýrðum rjóma og stein­selju.

Ofan á ef vill: Ferskt kóriander og sýrður rjómi – borið fram með snittubrauði og smjöri. Uppskriftin er fyrir 6-8 manns.

.

SÚPUR — ÍTALÍAKJÖTSIGRÚN SVEINSDÓTTIR

.

Sigrún og Albert

Sigrún Sveinsdóttir bauð í hádegisverð og var með gúllassúpuna góðu og tiramisu á eftir.

.

SÚPUR — ÍTALÍAKJÖTSIGRÚN SVEINSDÓTTIR

— ÍTÖLSK GÚLLASSÚPA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Jólaplattinn á Jómfrúnni – einn sá allra besti

Jólaplattinn á Jómfrúnni. Sætabrauðsdrengirnir hittust í hádeginu á Jómfrúnni og fengu sér jólaplattann. Það þarf nú ekkert að orðlengja það að þessi platti er á topp þremur yfir bestu aðventu(jóla)rétti veitingahúsanna í Reykjavík þessa jólaföstu.

Linsubauna og bóghveiti salat – stútfullt af hollustu

 Linsubauna og bóghveiti salat – stútfullt af hollustu. Nathalía Druzin Halldórsdóttir söngkona og starfsmaður Íslensku óperunnar var í óðaönn að undirbúa frumsýningu Mannsraddarinnar þegar ég rak inn nefið á dögunum. Auðvitað var hún til í að gefa uppskrift af þessu bragðgóða og holla salati. Aðspurð hvort salatið ætti sér einhverja sögu svaraði hún „Í raun bara þá að auka inntöku á baunum og síðan hef ég alltaf verið mjög hrifin af bóghveitigrjónum þ.a saman er þetta snilld ef maður vill hugsa um heilsuna 🙂
Bóghveiti gefur mikið magnsium í kroppinn"

Matarhátíð Búrsins í Hörpu

Matarhátíð Búrsins í Hörpu 25. og 26. nóvember 2017. Glæsileg Matarhátíð Búrsins stendur yfir í Hörpu um helgina. Þeir sem ekki fóru í dag ættu að drífa sig á morgun. Því miður komst ég ekki yfir að koma við í öllum básum. Framtakið er til fyrirmyndar og öll sú gæðafæða sem þarna er í boði. Mikið getum við verið stolt af okkar matarfrumkvöðlum og því sem þeir eru að gera.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Pekanhafrakökur

Pekanhafrakökur IMG_2133Hafrakökur DSC01428

Pekanhafrakökur - glútenlausar. Það er nú ánægjulegt að geta fengið sér eina og eina köku með kaffibollanum og með góðri samvisku. Þær eru sem sagt mjög hollar og afar bragðgóðar. Sjálfur vil ég ekki hafa henturnar of fínt saxaðar, en það er nú smekksatriði eins og svo margt annað.

Fyrri færsla
Næsta færsla