Eplakaka Ágústu Gunnars
Ágústa Gunnarsdóttir myndlistarkona og fasteignasali býr í Ann Arbor í Michigan ásamt eiginmanni sínum, Leigh Woods. Hún er ættuð frá Þorlákshöfn, dóttir sómahjónanna Gunnars Markússonar, skólastjóra og Sigurlaugar Stefánsdóttur.
— EPLAKÖKUR — ÁGÚSTA GUNNARSDÓTTIR — ÞORLÁKSHÖFN —
.
Eplakaka Ágústu Gunnars
125 g smjör
125 g sykur
3 egg
200 g hveiti
2 tsk vanilludropar
2 tsk lyftiduft
8 til 10 epli eftir hvað þau eru stór (mér finnst best að nota súrsæt epli)
Kanilsykur
1/2 dl rjómi
Hvíthrærið saman smjör og sykur. Bætið eggjunum í einu í einu, setjið síðan vanilludropana í. Blandið saman hveiti og lyftidufti og setjið helminginn í blönduna, bætið síðan rjómanum í og síðast því sem eftir er af hveitinu.
Flysjið og hreinsið eplin, saxið 5 niður og hin 5 í báta. Setjið helminginn af deiginu í botninn á springformi (u.þ.b. 23 cm stórt) og þar ofan á söxuðu eplin, síðan hinn helminginn af deiginu og raðið ofan á það eplabátunum og stráið síðast kanilsykri yfir. Bakið í um 1 klst. Í 165°C gráðu ofni eða þangað til prjónn kemur hreinn úr miðjunni.
.
— EPLAKÖKUR — ÁGÚSTA GUNNARSDÓTTIR — ÞORLÁKSHÖFN —
.