Eplakaka Ágústu Gunnars

Eplakaka Ágústu Gunnars ágústa gunnatsdóttir Leigh Woods epli kaka terta eplaterta kanill kanilsykur
Eplakaka Ágústu Gunnars

Eplakaka Ágústu Gunnars

Ágústa Gunnarsdóttir myndlistarkona og fasteignasali býr í Ann Arbor í Michigan ásamt eiginmanni sínum, Leigh Woods. Hún er ættuð frá Þorlákshöfn, dóttir sómahjónanna Gunnars Markússonar, skólastjóra og Sigurlaugar Stefánsdóttur.

— EPLAKÖKURÁGÚSTA GUNNARSDÓTTIRÞORLÁKSHÖFN

.

Ágústa er ein af þessum sem allt leikur í höndunum á, þar með talið að búa til góðan mat og terturnar hennar eru lostæti. Hér gefur hún uppskrift að eplaköku. Hún segir galdurinn að nota ekki færri en 10 epli, en hugsanlega á alúðin einhvern þátt í gæðum kökunnar!

 

Eplakaka Ágústu Gunnars

Eplakaka Ágústu Gunnars

125 g smjör
125 g sykur
3 egg
200 g hveiti
2 tsk vanilludropar
2 tsk lyftiduft
8 til 10 epli eftir hvað þau eru stór (mér finnst best að nota súrsæt epli)
Kanilsykur
1/2 dl rjómi

Hvíthrærið saman smjör og sykur. Bætið eggjunum í einu í einu, setjið síðan vanilludropana í. Blandið saman hveiti og lyftidufti og setjið helminginn í blönduna, bætið síðan rjómanum í og síðast því sem eftir er af hveitinu.
Flysjið og hreinsið eplin, saxið 5 niður og hin 5 í báta. Setjið helminginn af deiginu í botninn á springformi (u.þ.b. 23 cm stórt) og þar ofan á söxuðu eplin, síðan hinn helminginn af deiginu og raðið ofan á það eplabátunum og stráið síðast kanilsykri yfir. Bakið í um 1 klst. Í 165°C gráðu ofni eða þangað til prjónn kemur hreinn úr miðjunni.

.

— EPLAKÖKURÁGÚSTA GUNNARSDÓTTIRÞORLÁKSHÖFN

— EPLAKAKA ÁGÚSTU —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.