Eplakaka Ágústu Gunnars

Eplakaka Ágústu Gunnars ágústa gunnatsdóttir Leigh Woods epli kaka terta eplaterta kanill kanilsykur
Eplakaka Ágústu Gunnars

Eplakaka Ágústu Gunnars

Ágústa Gunnarsdóttir myndlistarkona og fasteignasali býr í Ann Arbor í Michigan ásamt eiginmanni sínum, Leigh Woods. Hún er ættuð frá Þorlákshöfn, dóttir sómahjónanna Gunnars Markússonar, skólastjóra og Sigurlaugar Stefánsdóttur.

— EPLAKÖKURÁGÚSTA GUNNARSDÓTTIRÞORLÁKSHÖFN

.

Ágústa er ein af þessum sem allt leikur í höndunum á, þar með talið að búa til góðan mat og terturnar hennar eru lostæti. Hér gefur hún uppskrift að eplaköku. Hún segir galdurinn að nota ekki færri en 10 epli, en hugsanlega á alúðin einhvern þátt í gæðum kökunnar!

 

Eplakaka Ágústu Gunnars

Eplakaka Ágústu Gunnars

125 g smjör
125 g sykur
3 egg
200 g hveiti
2 tsk vanilludropar
2 tsk lyftiduft
8 til 10 epli eftir hvað þau eru stór (mér finnst best að nota súrsæt epli)
Kanilsykur
1/2 dl rjómi

Hvíthrærið saman smjör og sykur. Bætið eggjunum í einu í einu, setjið síðan vanilludropana í. Blandið saman hveiti og lyftidufti og setjið helminginn í blönduna, bætið síðan rjómanum í og síðast því sem eftir er af hveitinu.
Flysjið og hreinsið eplin, saxið 5 niður og hin 5 í báta. Setjið helminginn af deiginu í botninn á springformi (u.þ.b. 23 cm stórt) og þar ofan á söxuðu eplin, síðan hinn helminginn af deiginu og raðið ofan á það eplabátunum og stráið síðast kanilsykri yfir. Bakið í um 1 klst. Í 165°C gráðu ofni eða þangað til prjónn kemur hreinn úr miðjunni.

.

— EPLAKÖKURÁGÚSTA GUNNARSDÓTTIRÞORLÁKSHÖFN

— EPLAKAKA ÁGÚSTU —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Mangó- og kasjúhnetubúðingur – silkimjúkur, hollur og ferskur

Mangó- og kasjúhnetubúðingur. Ef þið eruð að leita að einföldum, hollum og fljótlegum eftirréttir sem ekki er hægt að klúðra er svarið hér. Held það sé bara ekki hægt að klúðra þessum eftirrétti. Silkimjúkur, ferskur og hollur. Það má eflaust frysta hann og gera þannig ís. Margrét Jónsdóttir Njarðvík útbú þennan góða eftirrétt þegar hún hélt mjög skemmtilegt matarboð á dögunum

Tíu vinsælustu gestabloggararnir á alberteldar.com

Tíu vinsælustu gestabloggararnir. Núna þegar árið er rétt hálfnað er ágætt að horfa um öxl og skoða hvaða gestabloggarar njóta mestra vinsælda. Gestabloggaraleikurinn felst í að 52 útbúa góðgæti fyrir bloggið á árinu. Topp tíu listinn er hér að neðan, smellið á nöfnin þeirra til að sjá færslurnar

  1. Helga Hermannsdóttir
  2. Anna Sigga Helgadóttir
  3. Margrét Jónsdóttir Njarðvík
  4. Svanhvít Valgeirsdóttir
  5. Helga Þorleifsdóttir
  6. Signý Sæmundsdóttir
  7. Edda Björgvinsdóttir
  8. Þórunn Björnsdóttir
  9. Ólöf Jónsdóttir
  10. Vigdís Másdóttir

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Súkkulaðikasjúsmákökur

Sukkuladikasju-smakokur

Súkkulaðikasjú-smákökur. Ætli megi ekki segja að jólaundirbúningurinn sé hafinn, amk voru útbúnar hér smákökur í dag. Foreldrar mínir komu í kaffi í dag og pabbi var ánægður með kökurnar EN það ber að taka fram að hann fékk ekki að vita að þetta eru óbakaðar smákökur…. Hvað um það, mjööööög auðveldar og fljótlegar. Setjið á ykkur svunturnar, þvoið ykkur um hendurnar og hefjist handa…. 🙂