Sjávarréttarisottó

Sjávarréttarisottó risotto sjávarréttir arobrio rice rísottó grjón hrísgrjón rækjur lax þoskur
Sjávarréttarisottó

Sjávarréttarisottó

Einhverju sinni heyrði ég að hver fjölskylda á Ítalíu ætti sína uppskrift að risottó – og það er víst ekki sama rísottó og rísottó…. Eitt af því sem gott er að hafa í huga að það á að taka töluverðan tíma að útbúa réttinn og líka að „nauðsynlegt” er að nota trésleif sem er slétt neðst til að skafa vel upp af botninum.

RISOTTÓÍTALÍAFISKUR Í OFNIFISKURRÚGBRAUÐ

.

Risottó með sjávarréttum

3 msk góð olía
1/2 laukur, saxaður
1 sellerístöngull, saxaður
2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
5 tómatar
3 dl risottohrísgrjón (Arborio)
1-2 dl hvítvín
fiskikraftur
salt og pipar
ca 1 l vatn
ca 500 g fiskur (lax, rækjur, humar, kræklingur…)

Hitið olíu í potti og léttsteikið laukinn, bætið við hvítlauk og selleríi og steikið um stund. Bætið við hrísgrjónum, hvítvíni og tómötum. Kryddið með fiskikrafti, salti og pipar. Bætið við vatninu smátt og smátt og látið malla á lágum hita. Þetta á að taka amk 40-60 mínútur. Setjið fiskinn út í í lokin.

.

RISOTTÓÍTALÍAFISKUR Í OFNIFISKURRÚGBRAUÐ

— SJÁVARRÉTTARISOTTÓ —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rúgbrauðs- og mascarponeeftirréttur

Rúgbrauðs- og mascarponeeftirréttur

Rúgbrauðs- og mascarponeeftirréttur. Það eru nú kannski ekki margir eftirréttir sem innihalda rúgbrauð. Þessi á rætur sinar að rekja til Eystrasaltsríkjanna. Nema hvað, við Bergþór fengum áskorun að koma með eftirrétt á fjölskylduþorrablót og mörgum finnst rúgbrauð þjóðlegt.

SaveSave

SaveSave

Sólon í Bankastæti – stórfínn matur á fallegum stað á besta stað

Sólon í Bankastæti - stórfínn matur á fallegum stað og á besta stað. Það er ekki tilviljun að Sólon hefur öðlast fastan sess í veitingahúsaflóru borgarinnar. Í fyrsta lagi er staðsetningin ein sú besta, húsakynnin virðuleg með glæsilegum gluggum og lofti, innréttingarnar smekklegar og fallegar, ekkert yfirdrifið, bara nýtískulegt og smekklegt. Á stóra veggnum hangir Torfan, listaverk eftir Elísabetu Ásberg sem setur töff svip á staðinn.
Segja má að þetta sé millistaður, maturinn á viðráðanlegu verði, léttur en fallega framborinn og ljúffengur, engin „sýnishorn“. Sætin eru þægileg og jafngott að líta inn í hádegi eða að kvöldlagi. Hvarvetna sést út í iðandi mannlífið, sem fylgir okkar góðu erlendu gestum.