Auglýsing
Ofnsteiktur kjúklingur með mangó chutney og karrý Silla Páls
Ofnsteiktur kjúklingur með mangó chutney og karrý. Mynd Silla Páls

Ofnsteiktur kjúklingur með mangó chutney og karrý

1 kjúklingur skorinn í bita
salt, pipar og kjúklingakrydd
spergilkál í bitum
2 dl. kókosmjólk
6-7 hvítlauksrif
1 1/2 msk karrý
2 dl. Mango Chutney

150 g brætt smjör
1 b brauðrasp
rifinn ostur

Leggið kjúklingabitana í eldfast form. Kryddið með salti, pipar og kjúklingakryddi. Setjið saman í skál spergilkál, kókosmjólk hvítlauksrif, karrý og Mango Chutney, blandið vel saman og hellið yfir kjúklinginn. Bræðið smjör og bætið við 1 b af raspi. Setjið yfir kjúklinginn og eldið við 180°C í um 35 mín. Stráið þá rifnum osti yfir og bakið áfram í nokkrar mínútur.

KJÚKLINGURMANGÓ CHUTNEY

.

Auglýsing