Ávextir með Daimrjóma

Ávextir með Daimrjóma daim súkkulaði rjómi ávaxtasalat
Ávextir með Daimrjóma

Ávextir með Daimrjóma

Það má nota ykkar uppáhalds ávexti í þennan eftirrétt, en bananar og döðlur mega ekki missa sín. Það er ágætt að hafa súkkulaðið ekki of smátt saxað.

.

DAIMEFTIRRÉTTIRÁVEXTIR

.

Ávextir með Daimrjóma

2 bananar
1 dl döðlur
1-2 perur
1 b vínber
1 mangó
brómber eða jarðarber
Safi úr ½ sítrónu

½ l rjómi
U.þ.b. 150 g Daim
1 tsk vanilla

Skerið ávextina niður í bita og setjið í skál ásamt sítrónusafa. Blandið saman.
Þeytið rjóma, myljið Daim gróft og bætið út í rjómann ásamt vanillu.

🍊🍐🍎🥝🍓

DAIMEFTIRRÉTTIRÁVEXTIR

— ÁVEXTIR MEÐ DAIMRJÓMA —

🍊🍐🍎🥝🍓

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Appelsínu- og sítrónumarmelaði

Appelsínu- og sítrónumarmelaði. Fagurgult og bragðgott appelsínumarmelaði. Appelsínur eru missætar og sítrónur eru missúrar, það þarf því eiginlega að smakka þetta til og bæta við sykri efir þörfum.

Gráfíkjukaka – unaðslega góð kaka

Gráfíkjukaka. Á stórfínu ættarmóti um helgina komu gestir með kaffimeðlæti, lögðu á borð og allir buðu öllum í kaffi. Stórsniðugt og auðvelt í framkvæmd, flestir komu með heimabakað, aðrir með sultur og osta og einhverjir komu við í bakaríi. Bergdís Ýr kom með unaðslega góða köku sem hún bakaði upp úr gamalli handskrifaðri uppskriftabók Birnu ömmu sinnar. Satt best að segja fór í þrjá eða fjóra áratugi aftur í tímann þegar ég bragðaði á fyrsta bitanum - en ég var með tertuást á Birnu.... (og mörgum fleiri konum).