Blábjörg á Borgarfirði eystra

Auður Vala Gunnarsdóttir og Helgi Sigurðsson helga björg konfekt Frystiklefinn Puffin treats er heimagert gæðasúkkulaði frá Helgu Björgu gamla frystihúsið kaupfélagið sjópottur spa Blábjörg á Borgarfirði eystra borgarfjörður eystri gistiheimilið blábjörg borgarfjörður eystra
Bergþór, Auður Vala og Albert

Blábjörg á Borgarfirði eystra

Auður Vala Gunnarsdóttir og Helgi Sigurðsson keyptu gamla frystihúsið á Borgarfirði eystra fyrir nokkrum árum og breyttu í glæsilega gistiheimilið Blábjörg. Þau eru hvergi nærri hætt, eru með fullt af góðum hugmyndum. Næsta stóra verkefni er að stækka spa-ið, útbúa sjópott í flæðarmálinu og laga því næst gamla kaupfélagshúsið.  Við dvöldum á Blábjörgum í góðu yfirlæti um helgina, elduðum mat fyrir gesti á hjónahelgi og nutum fádæma veðurblíðu.

— BORGARFJÖRÐUR EYSTRI

.

Albert, Esther, Helgi, Jan og Bjarki
Albert í eldhúsinu á Blábjörgum

Frá Borgarfirði Borgfirðingum
bestu vinarósk ég færi:
Haust og vetur, vor og sumar
veðurblíðan gleðji og næri.
Höf. Páll Bergþórsson

Borgfirskt góðgæti. Puffin treats er heimagert gæðasúkkulaði frá Helgu Björgu
Bryggjan fyrir framan Blábjörg
Borgarfjörður í ljósaskiptunum
Borgarfjörður eystri
Borgfirskt góðgæti. Puffin treats er heimagert gæðasúkkulaði frá Helgu Björgu.

— BORGARFJÖRÐUR EYSTRI

— HÓTEL BLÁBJÖRG Á BORGARFIRÐI —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Grilluð glútenlaus pitsa

Grilluð glútenlaus pitsa. Einu sinni var keyptur pitsu-ofn á heimilið. Það voru kjarakaup, því að hann var gjörnýttur, stundum nokkrum sinnum í viku, þangað til hann gaf upp öndina. Síðan hefur pitsan farið í bakaraofninn, m.a.s. var sérskorinn steinn í steinsmiðju. En Kjartan Örn grillar allt, m.a.s. pitsur. Í grillveislu hjá honum, fengum við glútenlausar pitsur af ýmsu tagi. Vitaskuld eru pitsu-uppskriftir oft hernaðarleyndarmál, enda jafn mismunandi og heimilin eru mörg. Hver og einn getur notað sína uppskrift þegar pitsan er grilluð, en þeir sem vilja prófa glútenlausar pitsur verða ekki sviknir af þessum, því að Kjartan hefur þróað þær á veröndinni sinni í nokkra áratugi.

Er matarsóun vandamál ?

Matarsóun er vandamál. Svona miðar, eða svipaðir, ættu að vera sem víðast; Á heimilum, vinnustöðum, veitingahúsum og í matvöruverslunum.

Minnkum matarskammta og borðum mat, alvöru mat sem gerir okkur gott.

Fjölbreyttar og góðar upplýsingar eru á síðunni MATARSÓUN.IS Þar kemur fram að um þriðjungur þess matar sem framleiddur er fari beint í ruslið.

Flóran, café bistró

  Flóran 

Flóran, café bistró í Grasagarðinum. Margt hef ég lært af Marentzu Paulsen í gegnum árin, en leiðir okkar lágu saman fyrst við opnun kaffihúss á Egilsstöðum fyrir rúmlega tuttugu árum. Eitthvað gekk mér illa að muna nafnið hennar, en þá sagði hún glaðlega: Hugsaðu bara um marengstertu, þá geturðu ekki gleymt nafninu!