Einföld og auðveld súkkulaðimús

Einföld og auðveld súkkulaðimús súkkulaði abba aðalbjörg sigurðardóttir húsavík kvenfélag húsavíkur
Einföld og auðveld súkkulaðimús

Einföld og auðveld súkkulaðimús

Aðalbjörg Sigurðardóttir er formaður Kvenfélags Húsavíkur, hún og Ragnar eiginmaður hennar buðu okkur í indverskan kjúkling og undurgóðan eftirrétt sem er mjög auðvelt að útbúa.

AÐALBJÖRG SIGURÐARD — HÚSAVÍKEFTIRRÉTTIR SÚKKULAÐIMÚS

.

Einföld og auðveld súkkulaðimús

4 eggjarauður
4 eggjahvítur
200 g sykurlaust súkkulaði
Sweet like syrup frá GG
1 msk koníak.
Eggjarauður þeyttar með sýrópinu, eggjahvítur þeyttar sér og ögn af salti með – súkkulaðið brætt við vægan hita og pínu smjör – Eggjagumsinu og súkkulaðinu blandað saman og koníaknu og að lokum stífþeyttu eggjahvítunum. „Var ekki með magn á sýrópinu – smakkaði mig bara áfram. Gæti hafa verið dl. Hægt að skipta koníakinu út fyrir hvaða líkjör sem er – gott að sjóða líkjörinn eða áfengið sem á að fara í til að losna við áfengisbragðið” segir Aðalbjörg.

Með Aðalbjörgu Sigurðardóttur formanni Kvenfélags Húsavíkur

.

AÐALBJÖRG SIGURÐARD — HÚSAVÍKEFTIRRÉTTIR SÚKKULAÐIMÚS –

— AUÐVELD SÚKKULAÐIMÚS —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hátíðleg humarsúpa

Hátíðleg humarsúpa. Gunnar og Helena buðu nokkrum vinum sínum í matarboð og í forrétt buðu þau upp á þessa hátíðlegu humarsúpu. Súpan er löguð frá grunni og tók rúman sólarhring að útbúa hana. Gunnar nostraði fyrst við humarsoðið og síðar við súpuna og útkoman var hreint út sagt stórkostleg.

Gott að narta í….

Það er alveg gráupplagt að hafa hnetur, fræ, þurrkaða ávexti, kókosflögur og gott dökkt súkkulaði í skál til að narta í. Til dæmis hentar þetta einstaklega vel til að koma í veg í sykurfall...