Einföld og auðveld súkkulaðimús
Aðalbjörg Sigurðardóttir er formaður Kvenfélags Húsavíkur, hún og Ragnar eiginmaður hennar buðu okkur í indverskan kjúkling og undurgóðan eftirrétt sem er mjög auðvelt að útbúa.
— AÐALBJÖRG SIGURÐARD — HÚSAVÍK — EFTIRRÉTTIR — SÚKKULAÐIMÚS –
.
Einföld og auðveld súkkulaðimús
4 eggjarauður
4 eggjahvítur
200 g sykurlaust súkkulaði
Sweet like syrup frá GG
1 msk koníak.
Eggjarauður þeyttar með sýrópinu, eggjahvítur þeyttar sér og ögn af salti með – súkkulaðið brætt við vægan hita og pínu smjör – Eggjagumsinu og súkkulaðinu blandað saman og koníaknu og að lokum stífþeyttu eggjahvítunum. „Var ekki með magn á sýrópinu – smakkaði mig bara áfram. Gæti hafa verið dl. Hægt að skipta koníakinu út fyrir hvaða líkjör sem er – gott að sjóða líkjörinn eða áfengið sem á að fara í til að losna við áfengisbragðið” segir Aðalbjörg.
.
— AÐALBJÖRG SIGURÐARD — HÚSAVÍK — EFTIRRÉTTIR — SÚKKULAÐIMÚS –
.