Einföld og auðveld súkkulaðimús

Einföld og auðveld súkkulaðimús súkkulaði abba aðalbjörg sigurðardóttir húsavík kvenfélag húsavíkur
Einföld og auðveld súkkulaðimús

Einföld og auðveld súkkulaðimús

Aðalbjörg Sigurðardóttir er formaður Kvenfélags Húsavíkur, hún og Ragnar eiginmaður hennar buðu okkur í indverskan kjúkling og undurgóðan eftirrétt sem er mjög auðvelt að útbúa.

AÐALBJÖRG SIGURÐARD — HÚSAVÍKEFTIRRÉTTIR SÚKKULAÐIMÚS

.

Einföld og auðveld súkkulaðimús

4 eggjarauður
4 eggjahvítur
200 g sykurlaust súkkulaði
Sweet like syrup frá GG
1 msk koníak.
Eggjarauður þeyttar með sýrópinu, eggjahvítur þeyttar sér og ögn af salti með – súkkulaðið brætt við vægan hita og pínu smjör – Eggjagumsinu og súkkulaðinu blandað saman og koníaknu og að lokum stífþeyttu eggjahvítunum. „Var ekki með magn á sýrópinu – smakkaði mig bara áfram. Gæti hafa verið dl. Hægt að skipta koníakinu út fyrir hvaða líkjör sem er – gott að sjóða líkjörinn eða áfengið sem á að fara í til að losna við áfengisbragðið” segir Aðalbjörg.

Með Aðalbjörgu Sigurðardóttur formanni Kvenfélags Húsavíkur

.

AÐALBJÖRG SIGURÐARD — HÚSAVÍKEFTIRRÉTTIR SÚKKULAÐIMÚS –

— AUÐVELD SÚKKULAÐIMÚS —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hrísgrjónagrautur á laugardegi – skotheld aðferð til að gera grautinn silkimjúkan

Hrísgrjónagrautur

Hrísgrjónagrautur. Öll búskaparár foreldra minna hefur hrísgrjónagrautur verið á borðum í hádeginu á laugardögum. Við systkinin reynum hvað við getum að viðhalda þessum sið og skiptumst á að elda grautinn og bjóða heim og í dag var komið að mér.

Þuríður Sigurðardóttir býður til kaffisamsætis

Þuríður Sigurðardóttir býður til kaffisamsætis. Í þá gömlu góðu daga þegar Sumargleðin fór um landið og skemmti fórum við alltaf í yfirfullt félagsheimilið heima og veltumst þar um af hlátri. Söngkona sveitarinnar Þuríður Sigurðardóttir hló líka alltaf manna hæst og skemmti sér greinilega mjög vel með „köllunum" í Sumargleðinni. Þuríður hefur gert ýmislegt fleira en syngja, verið í fjölmiðlum og flugfreyja svo eitthvað sé nefnt. Um aldamótin lét hún stóra drauminn rætast og lærði myndlist og útskrifaðist úr Listaháskólanum. Auk þess að mála undurfögur listaverk heldur hún námskeið á vinnustofunni sinni. Á dögunum hitti ég Þuríði og nefndi við hana hvort hún vildi vera gestabloggari og baka kannski eina köku og gefa uppskrift að henni. Söngkonan glaðlega hugsar stórt eins og sjá má á myndunum og bakaði ekki bara eina köku - hún hélt glæsilegt kaffisamsæti ásamt eiginmanni sínum Friðriki Friðrikssyni.