Einföld og auðveld súkkulaðimús

Einföld og auðveld súkkulaðimús súkkulaði abba aðalbjörg sigurðardóttir húsavík kvenfélag húsavíkur
Einföld og auðveld súkkulaðimús

Einföld og auðveld súkkulaðimús

Aðalbjörg Sigurðardóttir er formaður Kvenfélags Húsavíkur, hún og Ragnar eiginmaður hennar buðu okkur í indverskan kjúkling og undurgóðan eftirrétt sem er mjög auðvelt að útbúa.

AÐALBJÖRG SIGURÐARD — HÚSAVÍKEFTIRRÉTTIR SÚKKULAÐIMÚS

.

Einföld og auðveld súkkulaðimús

4 eggjarauður
4 eggjahvítur
200 g sykurlaust súkkulaði
Sweet like syrup frá GG
1 msk koníak.
Eggjarauður þeyttar með sýrópinu, eggjahvítur þeyttar sér og ögn af salti með – súkkulaðið brætt við vægan hita og pínu smjör – Eggjagumsinu og súkkulaðinu blandað saman og koníaknu og að lokum stífþeyttu eggjahvítunum. „Var ekki með magn á sýrópinu – smakkaði mig bara áfram. Gæti hafa verið dl. Hægt að skipta koníakinu út fyrir hvaða líkjör sem er – gott að sjóða líkjörinn eða áfengið sem á að fara í til að losna við áfengisbragðið” segir Aðalbjörg.

Með Aðalbjörgu Sigurðardóttur formanni Kvenfélags Húsavíkur

.

AÐALBJÖRG SIGURÐARD — HÚSAVÍKEFTIRRÉTTIR SÚKKULAÐIMÚS –

— AUÐVELD SÚKKULAÐIMÚS —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.