Einföld og auðveld súkkulaðimús

Einföld og auðveld súkkulaðimús súkkulaði abba aðalbjörg sigurðardóttir húsavík kvenfélag húsavíkur
Einföld og auðveld súkkulaðimús

Einföld og auðveld súkkulaðimús

Aðalbjörg Sigurðardóttir er formaður Kvenfélags Húsavíkur, hún og Ragnar eiginmaður hennar buðu okkur í indverskan kjúkling og undurgóðan eftirrétt sem er mjög auðvelt að útbúa.

AÐALBJÖRG SIGURÐARD — HÚSAVÍKEFTIRRÉTTIR SÚKKULAÐIMÚS

.

Einföld og auðveld súkkulaðimús

4 eggjarauður
4 eggjahvítur
200 g sykurlaust súkkulaði
Sweet like syrup frá GG
1 msk koníak.
Eggjarauður þeyttar með sýrópinu, eggjahvítur þeyttar sér og ögn af salti með – súkkulaðið brætt við vægan hita og pínu smjör – Eggjagumsinu og súkkulaðinu blandað saman og koníaknu og að lokum stífþeyttu eggjahvítunum. „Var ekki með magn á sýrópinu – smakkaði mig bara áfram. Gæti hafa verið dl. Hægt að skipta koníakinu út fyrir hvaða líkjör sem er – gott að sjóða líkjörinn eða áfengið sem á að fara í til að losna við áfengisbragðið” segir Aðalbjörg.

Með Aðalbjörgu Sigurðardóttur formanni Kvenfélags Húsavíkur

.

AÐALBJÖRG SIGURÐARD — HÚSAVÍKEFTIRRÉTTIR SÚKKULAÐIMÚS –

— AUÐVELD SÚKKULAÐIMÚS —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Fjaran á Húsavík

Fjaran

Fjaran á Húsavík. Á ferðalagi okkar um Norðurland var borðað á nýjum veitingastað á Húsavík. Tveir ungir menn gengu um beina og stjönuðu við okkur - þeir voru með augu á hverjum fingri, eins og sagt er um þægilegt framreiðslufólk með þjónustulund. Maturinn var einstaklega góður, við fengum sætkartöflusúpu í forrétt og steikta bleikju með byggottói, steiktu fenneli og hollandaise sósu. Fallegur staður sem mæla má með.

Bessastaðaterta frá forsetatíð Kristjáns og Halldóru Eldjárn

Bessastaðaterta frá forsetatíð Kristjáns og Halldóru Eldjárn. Vilborg systir mín var aðstoðarráðskona á forsetasetrinu síðasta ár Kristjáns Eldjárns í embætti og vann þar fyrstu mánuði Vigdísar. Ég fór einu sinni í heimsókn þegar hún var að vinna á Bessastöðum og mér fannst þetta eins og höll - þarna var ég ekki orðinn táningur. Held það sé í lagi að segja frá því núna að ég svalaði forvitni minni vel með því að skoða allt húsið hátt og lágt og naut þess í botn. Man eftir að hafa farið í vínkjallarann undir eldhúsinu, niður þröngan stiga, þar sem  einu sinni var fangelsi. Í kjallaranum voru rimlar fyrir litlu gluggunum og metersþykkir veggir (eins og allstaðar í húsinu) og svo mátti enn sjá hlekki í útveggnum. Í eldhúsinu man ég að voru stórar tréskúffur með mat í, ein var full af rúsínum....

Biðraðir við búðakassa – hver fer fyrstur í nýju röðina?

Biðraðir í búðum - hver fer fyrstur í nýju röðina? Við Bergþór vorum beðnir að koma í þættina Með okkar augum í Sjónvarpinu og tala um góða siði við Steinunni Ásu. Í fyrsta þættinum var meðal annars rætt um biðraðir við búðakassa og hver fer fyrstur þegar starfsmaður kemur hlaupandi og opnar nýjan afgreiðslukassa