Auglýsing
Kvenfélagið í Mývatnssveit kvenfélagið á Húsavík Félag eldri borgara á Húsavík hlynur Lilja Skarphéðinsdóttir aðalbjörg Pálsdóttir fjöldasöngur kaffiveisla kvenfélagskonur
Frá vinstri Sólveig, Ingigerður, Ingunn, Fríða, Gígja og Sigrún

Húsavíkurgleði

Starfsemi kvenfélaga víða um land er með miklum ágætum og fer góðgerðaraðstoð þeirra í nærsamfélaginu ekki alltaf hátt. Það er óumdeilt að gagnsemi kvenfélaga fyrir þjóðina er afar mikilvægt. Á dögunum hittum við kvenfélagskonur á Húsavík og í Mývatnssveit, ásamt hópi eldri borgara á Húsavík í Hlyni, húsnæði félags eldri borgara. Húsvísku kvenfélagskonurnar sjá meðal annars um mjög fjölmennt árlegt þorrablót og útbúa sjálfar mæðradagsblóm og selja. Síðustu fjögur ár hafa eldri borgarar á Húsavík lyft Grettistaki og breytt illa förnu húsnæði í glæsilegan samkomusal – meira og minna allt unnið í sjálfboðavinnu.

HÚSAVÍK

.

Frá vinstri: Sigurlína, Kristrún, þórunn, Elínborg og Erla (við endann), Gréta, Ágústa, Hrafnhildur, Laufey og Unnur
Það þarf nú varla að taka það fram að veitingarnar í Hlyni glöddu okkur sérstaklega mikið og ég stóð á blístri….
Frá vinstri Jóhanna, Edda, Harpa, Hrafnhildur, Ólöf, Sigrún, Halla, Kolbrún, Hólmfríður og Gerður
Með Lilju Skarphéðinsdóttur formanni félags eldri borgara á Húsavík
Fjöldasöngur örvar og bætir meltinguna og léttir lundina

Með Aðalbjörgu Sigurðardóttur formanni Kvenfélags Húsavíkur
Lovísa, Steinunn Ósk, Anna Dóra, Rannveig, Sólveig, Hulda, Kristín, Svala, Guðrún og Laufey

Myndir Helga Dóra Helgadóttir og fleiri

Auglýsing