Eggaldin- og kínóasalat

Eggaldin- og kínóasalat eggaldin salat kínóa tómatar einfalt
Eggaldin- og kínóasalat

Eggaldin- og kínóasalat

Hollt og gott eggaldin- og kínóasalat getur bæði verið sér réttur eða meðlæti með öðrum mat.

.

KÍNÓAUPPSKRIFTIR — EGGALDINAVÓKADÓ

.

Eggaldin- og kínóasalat
1 b kínóa
2 b vatn
grænmetiskraftur
1 avókadó
1 stórt eggaldin
2 msk ólífuolía
salt og pipar
3 tómatar

Dressing:
1 msk Dijon
1 msk hunang
2 msk sítrónusafi

Skerið eggaldin í bita, setjið í ofnskúffu klædda bökunarpappír ásamt olíu, salti og pipar. Bakið í ofni í 10 mín við 215°C. Látið kólna
Skolið kínóa á sigti og setið í pott ásamt vatni og grænmetisteningi. Sjóðið í 12-15 mín eða þangað til vatnið er gufað upp. Látið kólna.
Dressing: Hristið saman í krukku með loki, sítrónusafa, hunangi og Dijon sinnepi.
Skerið avókadó og tómata í bita og setjið í skál ásamt eggaldinu og kínóa. Hellið dressingunni yfir.

.

KÍNÓAUPPSKRIFTIR — EGGALDINAVÓKADÓ

— EGGALDIN- OG KÍNÓASALAT —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Mannasiðir eru inni – tími tuðandi ´68 kynslóðinnar liðinn

Mannasiðir eru inni - tími tuðandi ´68 kynslóðinnar liðinn. Mannasiðir eru inni í dag. Fólk þarf að kunna sig, geta heilsað þegar það kemur inn í búð, haldið sómasamlega á hnífi og gaffli, kynnt sig í síma og verið það skýrmælt að aðrir skilji hvað það er að segja. Þar með eru leifarnar af sextíuogátta-kynslóðinni gufaðar upp; Þessari kynslóð sem vildi lykta af sjálfsætði og tuða eitthvað ofan í bringuna á sér.