Piparköku ostakúlur

Piparköku ostakúlur piparkökur esther kjartansdóttir Albert, Esther, Helgi, Jan og Bjarki hótel bjábjörg borgarfjörður eystri borgarfirði eystra ostakúla ostakúlur
Piparköku ostakúlur

Piparköku ostakúlur

Esther Kjartansdóttir kom með bragðmiklar ostakúlur sem velt er upp úr muldum piparkökum á Blábjörgum á Borgarfirði eystra þegar við vorum þar. „Þessi uppskrift er í grunnin amerísk og var með allskyns mjólkurvörum sem aðeins eru til þar. Ég aðlagaði hana að íslensku mjólkurúrvali og lykilatriðið í þeim er kryddrjóminn, sem er líka góður út í jólakaffið.”

PIPARKÖKURBLÁBJÖRGBORGARFJÖRÐUR

.

Albert, Esther, Helgi, Jan og Bjarki í eldhúsinu á Blábjörgum

Piparköku ostakúlur

Kryddrjómi

1/2 l rjómi
3 msk dökkt sýróp
1 tsk engifer
1/2 tsk kanill
1/2 tsk negull
1/4 tsk múskat
1 tsk vanilludropar

Blandið saman í pott og látið suðuna koma upp og leyfið að malla við lágan hita í nokkrar mínútur. Kælið og setjið á flösku og geymið í kæli.

Ostakúlur

2 msk kryddrjómi
250 g rjómaostur
2 msk sykur
1/4 l rjómi
2 msk flórsykur
1 bolli piparkökumylsna

Þeytið rjómann og flórsykurinn og geymið til hliðar. Þeytið saman rjómaostinn, kryddrjómann og sykurinn. Blandið rjómanum saman við með sleif. Ostakúlurnar eru frystar áður en þær eru bornar fram. Mér finnst best að frysta þær í konfektformum en það er líka hægt að setja blönduna í ofnskúffu sem hefur verið klædd með bökunarpappír og hafa um 2 cm þykkt lag sem er fryst og síðan skorin í bita.
Setjið piparkökumylsnu í bakka og veltið frosnum kúlunum upp úr mylsnunni. Kúlurnar geymast vel í frysti og er gott að hafa næga piparkökumylsnu á milli kúlanna til að koma í veg fyrir að þær frjósi saman.

PIPARKÖKURBLÁBJÖRGBORGARFJÖRÐUR

.

Borgarfjörður eystri
Dyrfjöll á Borgarfirði eystri, myndin er tekin úr smábátahöfninni

PIPARKÖKURBLÁBJÖRGBORGARFJÖRÐUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.