Piparköku ostakúlur
Esther Kjartansdóttir kom með bragðmiklar ostakúlur sem velt er upp úr muldum piparkökum á Blábjörgum á Borgarfirði eystra þegar við vorum þar. „Þessi uppskrift er í grunnin amerísk og var með allskyns mjólkurvörum sem aðeins eru til þar. Ég aðlagaði hana að íslensku mjólkurúrvali og lykilatriðið í þeim er kryddrjóminn, sem er líka góður út í jólakaffið.”
— PIPARKÖKUR — BLÁBJÖRG — BORGARFJÖRÐUR —
.
Piparköku ostakúlur
Kryddrjómi
1/2 l rjómi
3 msk dökkt sýróp
1 tsk engifer
1/2 tsk kanill
1/2 tsk negull
1/4 tsk múskat
1 tsk vanilludropar
Blandið saman í pott og látið suðuna koma upp og leyfið að malla við lágan hita í nokkrar mínútur. Kælið og setjið á flösku og geymið í kæli.
Ostakúlur
2 msk kryddrjómi
250 g rjómaostur
2 msk sykur
1/4 l rjómi
2 msk flórsykur
1 bolli piparkökumylsna
Þeytið rjómann og flórsykurinn og geymið til hliðar. Þeytið saman rjómaostinn, kryddrjómann og sykurinn. Blandið rjómanum saman við með sleif. Ostakúlurnar eru frystar áður en þær eru bornar fram. Mér finnst best að frysta þær í konfektformum en það er líka hægt að setja blönduna í ofnskúffu sem hefur verið klædd með bökunarpappír og hafa um 2 cm þykkt lag sem er fryst og síðan skorin í bita.
Setjið piparkökumylsnu í bakka og veltið frosnum kúlunum upp úr mylsnunni. Kúlurnar geymast vel í frysti og er gott að hafa næga piparkökumylsnu á milli kúlanna til að koma í veg fyrir að þær frjósi saman.
— PIPARKÖKUR — BLÁBJÖRG — BORGARFJÖRÐUR —
.
— PIPARKÖKUR — BLÁBJÖRG — BORGARFJÖRÐUR —
.