Auglýsing
Hvítar kókosmarengs smákökur Dominika Vejskalová BLÁBJÖRg borgarfjörður eystri borgarfirði eystra TÉKKLAND
Hvítar kókosmarengs smákökur

Hvítar kókosmarengs smákökur

Dominika Vejskalová er frá Tékklandi. Hún hefur unnið í eldhúsi Blábjargar á Borgarfirði eystra síðustu tvö ár. Hún er mikill bakari og elskar að baka ásamt því að vinna úr íslensku hráefni. Þessar smákökur eru mjööööögg góðar.

SMÁKÖKURBORGARFJÖRÐURBLÁBJÖRG — MARENGS — TÉKKLAND

.

Dominika Vejskalová

Hvítar kókosmarengs smákökur

3 eggjahvítur
220 g sykur
30 ml vatn
140 gr kókosmjöl
50 gr flórsykur

krem
250 g smjör
100 g flórsykur
250 g kaldur búðingur (t.d. Original pudding frá Dr.Oetker)

Best er að undirbúa búðinginn fyrst. Sjóðið búðinginn með helmingi af mjólk svo hann verði þykkari, látið kólna.

Hrærið saman eggjahvítunum og 1/3 sykri þar til að hræran er hvít og froðukennd. Á meðan sjóðið rest af sykri og vatni þar til að hitastigið nær í 115°C. Þegar sykursírópið er komið í rétt hitastig lætur það renna varlega út í blönduna í hrærivélaskálinni og lætur hrærivélina vinna á meðan. Haldið áfram að hræra þar til að blandan verður mjög þykk, þá má setja út í blönduna flórsykur og kókosmjöli.

Setjið blönduna í rjómasprautu og búið til hringlaga skeljar. Hitið ofnin í 160°C og bakið kökurnar í 5 mínútur og lækkið svo hitann í 130°C og bakið áfram í ca 20 mín. Kökurnar eru tilbúnar þegar þær eru lausar frá bökunarpappírnum.

Krem
Hrærið mjúkt smjörið, setjið flórsykur út í smjörið, í lokin setjið þið búðinginn út í með matskeið eftir matskeið.

Krem sett á milli tveggja skelja.

SMÁKÖKURBORGARFJÖRÐURBLÁBJÖRG — MARENGS — TÉKKLAND

— HVÍTAR KÓKOSSMÁKÖKUR —

Auglýsing