Hvítar kókosmarengs smákökur

Hvítar kókosmarengs smákökur Dominika Vejskalová BLÁBJÖRg borgarfjörður eystri borgarfirði eystra TÉKKLAND
Hvítar kókosmarengs smákökur

Hvítar kókosmarengs smákökur

Dominika Vejskalová er frá Tékklandi. Hún hefur unnið í eldhúsi Blábjargar á Borgarfirði eystra síðustu tvö ár. Hún er mikill bakari og elskar að baka ásamt því að vinna úr íslensku hráefni. Þessar smákökur eru mjööööögg góðar.

SMÁKÖKURBORGARFJÖRÐURBLÁBJÖRG — MARENGS — TÉKKLAND

.

Dominika Vejskalová

Hvítar kókosmarengs smákökur

3 eggjahvítur
220 g sykur
30 ml vatn
140 gr kókosmjöl
50 gr flórsykur

krem
250 g smjör
100 g flórsykur
250 g kaldur búðingur (t.d. Original pudding frá Dr.Oetker)

Best er að undirbúa búðinginn fyrst. Sjóðið búðinginn með helmingi af mjólk svo hann verði þykkari, látið kólna.

Hrærið saman eggjahvítunum og 1/3 sykri þar til að hræran er hvít og froðukennd. Á meðan sjóðið rest af sykri og vatni þar til að hitastigið nær í 115°C. Þegar sykursírópið er komið í rétt hitastig lætur það renna varlega út í blönduna í hrærivélaskálinni og lætur hrærivélina vinna á meðan. Haldið áfram að hræra þar til að blandan verður mjög þykk, þá má setja út í blönduna flórsykur og kókosmjöli.

Setjið blönduna í rjómasprautu og búið til hringlaga skeljar. Hitið ofnin í 160°C og bakið kökurnar í 5 mínútur og lækkið svo hitann í 130°C og bakið áfram í ca 20 mín. Kökurnar eru tilbúnar þegar þær eru lausar frá bökunarpappírnum.

Krem
Hrærið mjúkt smjörið, setjið flórsykur út í smjörið, í lokin setjið þið búðinginn út í með matskeið eftir matskeið.

Krem sett á milli tveggja skelja.

SMÁKÖKURBORGARFJÖRÐURBLÁBJÖRG — MARENGS — TÉKKLAND

— HVÍTAR KÓKOSSMÁKÖKUR —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.