Jólakort í nútímasamfélagi
Allt er breytingum háð, líka siðir og venjur sem tengjast jólahaldi. Með tilkomu samfélagsmiðla hefur dregið verulega úr jólakortasendingum. Öllum finnst gaman að fá jólakort með hlýjum kveðjum og jafnvel myndum og fréttum af fjölskyldumeðlimum. Það má hins vegar ekki vera kvöð að senda jólakort, hvatningin verður að koma frá hjartanu. Betra er að senda færri kort með einlægri kveðju en mörg þökkum-liðið-kort. Það er undir okkur sjálfum komið hvort sá fallegi siður að senda jólakort leggst af.
.
–
— JÓLAKORT Í NÚTÍMASAMFÉLAGI —
–