Jólakort í nútímasamfélagi

Jólakort gleðja JÓLAKORT Í NÚTÍMASAMFÉLAGI jól jólin
Jólakort gleðja

Jólakort í nútímasamfélagi

Allt er breytingum háð, líka siðir og venjur sem tengjast jólahaldi. Með tilkomu samfélagsmiðla hefur dregið verulega úr jólakortasendingum. Öllum finnst gaman að fá jólakort með hlýjum kveðjum og jafnvel myndum og fréttum af fjölskyldumeðlimum. Það má hins vegar ekki vera kvöð að senda jólakort, hvatningin verður að koma frá hjartanu. Betra er að senda færri kort með einlægri kveðju en mörg þökkum-liðið-kort. Það er undir okkur sjálfum komið hvort sá fallegi siður að senda jólakort leggst af.

JÓLINJÓLAKORT

.

Eins og sjá má eru vinir okkar afar frjálslegir þegar kemur að utanáskriftinni.

— JÓLAKORT Í NÚTÍMASAMFÉLAGI —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Blinis með kavíarþrennu

Blinis eru litlar pönnukökur (eða lummur), oft bornar fram með lauk og kavíar eða sýrðum rjóma og reyktum laxi. En fjölmargt annað má setja á blinis. Í glæsilegri veislu var boðið upp á blinis með sýrðum rjóma og bleikju-, loðnu- og grásleppuhrognum. Með þessu dreypti fólk á hvítvíni.

Smákökur Önnu K.

OPUS

Smákökur Önnu K. Við höfum verið svo lánsamir að vera dómarar í smákökusamkeppni hjá starfsfólki OPUS lögmanna í nokkur ár og fáum með okkur nýjan gestadómara í hvert sinn. Að þessu sinni kom Vigdís Finnbogadóttir með okkur og heillaði alla með ljúfmannlegri framkomu sinni og elskulegheitum. Kormákur gerði sér lítið fyrir og sigraði smákökusamkeppnina. Dómnefndin var sammála um að þessar bragðgóðu smákökur verðskulduðu fyrsta sætið. Þær minntu bæði á Gyðingakökur og Bessastaðakökur.

Pekanhnetudraumur Svanhvítar

 

 

 

Pekanhnetudraumur. Svanhvít Þórarinsdóttir kom með þessar fallegu og góðu smákökur í smákökusamkeppni Íslensku lögfræðistofunnar. Það var einhver notalega sæla sem fylgdi þessum smákökum og dómnefndarmenn höfðu á orði að gott væri að borða þær með góðum kaffisopa.

Bláberjaterta – blátt áfram stórfín

blaberjaterta

Bláberjaterta. Bláber eru andoxunarrík, draga úr bólgum, eru fjörefnarík og bragðgóð - borðum mikið af bláberjum. Ef þið notið frosin ber í kökuna er ágætt að láta þau þiðna að mestu áður en þeim er blandað saman við með sleif.