Líflegur fjölskylduhittingur með ótrúlega góðum veitingum

pakkaleikur samkvæmisleikur leikir í boðum jólaboð Líflegur fjölskylduhittingur með ótrúlega góðum veitingum Brimnes fáskrúðsfjörður hulda steinsdóttir
Afar skemmtilegur fjölskylduhittingur í hádeginu með ótrúlega góðum veitingum

Líflegur fjölskylduhittingur með ótrúlega góðum veitingum. Fjölskyldan hittist í hádeginu og snæddi saman. Síðan var pakkaleikur og skorið út laufabrauð.

JÓLINBRIMNESSAMKVÆMISLEIKIRLAUFABRAUÐPÁLÍNUBOÐ

Glæsilegt veisluborðið
Grísk jógúrt þeytt með rjóma + múslí og smá síróp
Eftirréttirnir. Brownies með lakkrís, döðlunammi og heitir jólaávextir með negul/karrý/kanil
Jólalegur eftirréttur. Blandið saman 4 msk púðursykur, 2 msk smjör, 1 tsk karrý, 1/2 tsk negull, 1/2 tsk kanill – hitið í potti við lágan hita, hellið yfir ávextina (ferskjur, ananas, apríkóskur og perur) og hitað í ofni

Pakkaleikur undirbúinn. Við prentuðum út heiti jólalaga, annar miðinn var límdur á pakkann en hinn fór í skál sem gestir svo drógu úr og fengu pakkann sem merktur var því sama og stóð á miðanum.
Pakkarnir í pakkaleiknum
Nýsteikt laufabrauð – Páll Bergþórsson – Anna Valdís
Hluti systkinanna með mömmu. Albert, Sólveig, Hulda, Vilborg, Steinn Hrútur og Árdís Hulda.

— LÍFLEGUR FJÖLSKYLDUHITTINGUR —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Veisla í Hveragerði í boði Betu Reynis

Frá því í haust hef ég reglulega hitt Elísabetu Reynisdóttur næringarfræðing. Saman höfum við grandskoðað mataræði mitt með það fyrir augum að lifa betra lífi. Beta Reynis tók ljúflega áskorun að vera gestabloggari - það vafðist nú ekki fyrir henni frekar en annað „Í Hveragerði búa mætir vinir mínir og ég er svo heppin að þau hafa mikla trú á matargerð minni og hafa sýnt það og sannað að matarást er fullkomin ást. Soffía Theodórsdóttir og maðurinn hennar Sveinbjörn Sveinbjörnsson eða Denni eins og hann er kallaður, búa í fallegu húsi með opið eldhús og er óendalega gaman að elda hjá þeim og taka þátt í gleðinni þegar þau halda boð."

Sjónvarpskaka – þessi eina sanna og alltaf jafn klassísk

Sjónvarpskaka - þessi eina sanna og alltaf jafn klassísk. Fólk sem bakar mikið skrifast sjaldnast við uppskriftirnar aðferða, hita á ofni eða hversu lengi á að baka. Það hefur einhverja óútskýrða tilfinningu fyrir þessu. Halldóra systir mín sendi mér uppskirft að Sjónvarpsköku. Þar er engin lýsing á neinu. ég skrifaði til baka hvort ég ætti að baka hana í 30 mín. Svarið kom strax: CA

Svanakjúklingur Svanhvítar

Svanakjúklingur Svanhvítar „Þessa kjúklingauppskrift fékk ég í Riga í Lettlandi árið 1995 úr uppskriftabók sem við gerðum í alþjóðlega kvennaklúbbnum þar. Enn ég er búin að breyta henni, en grunnurinn er úr bókinni. Ég geri þetta frekar oft þegar mér finnst eitthvað gott enn það vantar eitthvað. Mikið er ég ánægð að fá að vera einn af 52 gestum á blogginu á árinu. Ég ákvað að elda þennan rétt af því að þetta er svo ekta "comfort food" sem hentar svo vel á vetrarmánuðum." segir Svanhvít sem hélt matarboð ásamt Peter manni sínum í Brussel þar sem þau búa. Einnig var boðið upp á Grænan aspas vafinn hráskinku og Einfaldan og góðan eftirrétt