Afar skemmtilegur fjölskylduhittingur í hádeginu með ótrúlega góðum veitingum
Líflegur fjölskylduhittingur með ótrúlega góðum veitingum. Fjölskyldan hittist í hádeginu og snæddi saman. Síðan var pakkaleikur og skorið út laufabrauð.
Glæsilegt veisluborðiðGrísk jógúrt þeytt með rjóma + múslí og smá sírópEftirréttirnir. Brownies með lakkrís, döðlunammi og heitir jólaávextir með negul/karrý/kanilJólalegur eftirréttur. Blandið saman 4 msk púðursykur, 2 msk smjör, 1 tsk karrý, 1/2 tsk negull, 1/2 tsk kanill – hitið í potti við lágan hita, hellið yfir ávextina (ferskjur, ananas, apríkóskur og perur) og hitað í ofni
Pakkaleikur undirbúinn. Við prentuðum út heiti jólalaga, annar miðinn var límdur á pakkann en hinn fór í skál sem gestir svo drógu úr og fengu pakkann sem merktur var því sama og stóð á miðanum.Pakkarnir í pakkaleiknumNýsteikt laufabrauð – Páll Bergþórsson – Anna ValdísHluti systkinanna með mömmu. Albert, Sólveig, Hulda, Vilborg, Steinn Hrúturog Árdís Hulda.