Óborganlegt myndband þar sem ungt par fer heim til ömmu stúlkunnar og fær að smakka bestu smákökur í heimi. Strákurinn, sem er að hitta ömmuna í fyrsta skipti, afþakkar kökurnar góðu með skelfilegum afleiðingum. Myndbandið er HÉR
Kókosdraumur með hvítu súkkulaði. Núna vorum við að koma frá því að dæma hina árlega smákökusamkeppni starfsfólks Íslensku lögfræðistofunnar. Í fyrra var það Eggert sem sigraði með Appelsínunibbum og árið þar áður urðu Appelsínublúndur Svanvhítar Yrsu í fyrsta sæti. Þar er gríðarlegur metnaður og góðlátleg samkeppni meðal starfsfólksins. Fyrir utan að keppa í bestu smákökunni voru einnig veitt verðlaun fyrir fallegustu framsetninguna.
Við Bergþór fáum árlega með okkur gestadómara og í ár var það söngkonan hugprúða Jóhanna Vigdís Arnardóttir sem dæmdi með okkur.