Vinkvennakaffi Alberts. Þær eru ólíkar hefðirnar svo ekki sé nú meira sagt. Allt frá því ég stofnaði og rak safnið um franska sjómenn og kaffihús í Templaranum á Fáskrúðsfirði var nokkrum góðum vinkonum boðið í síðdegiskaffi þegar ég kom aftur til borgarinnar að afloknu sumri. Þessi siður hefur nú haldist í tæp tuttugu ár. Núna er ég kominn til borgarinnar eftir blíðskapar sumar í Breiðdalnum og hélt hið árlegta vinkvennakaffi á dögunum. Hingað mættu prúðbúnar, sumarlegar dömur sem byrjuðu á því að skála í freyðivíni áður en þær settust við kaffiborðið.
Marengsskál með karamellusósu. Þegar Gúddý býður í kaffi þá fæ ég mér oft á diskinn og veltist svo út... Þó þessi marengsskál Guðrúnar Huldu fari seint á lista yfir ofurhollustukaffimeðlæti þá er.... ja... gaman að vera til :)
Ávaxtaterta. Það er fátt matartengt sem gleður mig eins þessa mánuðina eins og hrátertur, enda hver annarri betri. Ólíkt „venjulegum tertum“ þá eru hrátertur jafngóðar ef ekki betri daginn eftir. Heiðurshjónin Vildís og Charles buðu upp á ávaxtatertu sem eftirrétt
Allar húsmæður ættu að gjöra sér far um tilbreytingu á matnum. Á tyllidögum skal ætið gjöra breytingu til hins betra til að gæða fólkinu í munni. -Matreiðslubók fyrir fátæka og ríka eptir Jóninnu Sigurðardóttur - 1916