Apríkósu- og kasjúkúlur. Þessar hollu kúlur er upplagt að útbúa daginn áður, jafnvel tveimur dögum áður. Þær verða bara betri við að standa aðeins í ísskáp.
High Tea hjá Marentzu á Kjarvalsstöðum. Marentza Poulsen er búin að taka kaffihúsið á Kjarvalsstöðum í gegn og breyta mikið. Allt er það nú hið glæsilegasta. Svo er frúin, eins og kunnugt, mjög fær í öllum veitingum, hvort sem það eru matarveislur eða kaffimeðlæti. Fyrsta sunnudag í hverjum mánuði verður á kaffihúsinu á Kjarvalsstöðum hægt að fá High tea að að enskum sið - það sem einnig er nefnt Afternoon Tea. Við vorum hjá henni á dögunum til að smakka herlegheitin og það verður enginn svikinn - því get ég lofað ykkur.