Fisksoufflé – ljómandi góður fiskur í ofni

Fisksoufflé Kristjana Ragnarsdóttir fiskur í ofni ofnbakaður gratín fiskigratín gratin fiskur soufflé fiskisofflé
Fisksoufflé

Fisksoufflé

Kristjana Ragnarsdóttir sagði mér frá fiskisoufflé sem móðir hennar gerði reglulega við miklar vinsældir og hún hefur sjálf útbúið við álíka vinsældir. Rétturinn er einfaldur og alveg ótrúlega góður. Fyrst er útbúinn jafningur eins og þegar plokkfiskur er gerður, án lauks. Síðan fara saman við eggjarauður, fiskur og loks stífþeyttar eggjahvítur. Yfir herlegheitin er sett rasp og smjörklípur og loks bakað.

.

FISKURFISKUR Í OFNIPLOKKFISKUR

.

Fisksoufflé

Fisksoufflé

75 g smjör
1 dl hveiti
mjólk
salt + pipar
4 eggjarauður
400-500 g soðinn fiskur
4 eggjahvítur
1 dl rasp
50 g smjör

Bræðið smjör í potti, bætið hveiti saman við og útbúið smjörbollu. Blandið mjólkinni saman við og hrærið sósu – magnið af mjólkinni fer svolítið eftir tilfynningu. Bætið við salti, pipar og eggjarauðum. Myljið fiskinn gróft saman við. Stífþeytið eggjahvíturnar og hrærið saman við með sleif. Setjið í eldfast form, stráið ca 1 dl af raspi yfir og um það bil 50 g af smjöri í þunnum sneiðum. Bakið við 175°C í um 25 – 30 mínútur. Berið fram með kartöflum og salati.

Fyrst er útbúinn jafningur eins og þegar plokkfiskur er gerður, án lauks
Fisksoufflé tilbúið í ofninn

FISKURFISKUR Í OFNIPLOKKFISKUR

— FISKSOUFFLE —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Pílagrímaterta – Tarta de Santiago

Pílagrímaterta IMG_2052

Pílagrímaterta. Margrét Jónsdóttir Njarðvík á ferðaskrifstofuna Mundo (sem við fórum með til Mont Blanc) bauð í fimmtugsafmæli sínu upp á paellu og pílagrímatertu á eftir. Meðal annars hafa fjölmargir farið Jakobsstíginn á Spáni á hennar vegum - hinn svokallaða pílagrímastíg. „þessi pílagrímaterta er snædd á Jakobsvegi. Farþegar Mundo missa sig í kökuna því hún er ávanabindandi og ekki óholl - þökk sé öllum möndlunm í henni." Pílagrímatertan er afar bragðgóð og mjúk terta. Falleg, holl og góð möndluterta.

Speltbrauð með lyftidufti

Speltbrauð með lyftidufti. Sumir hræðast gerbrauð, telja það flókinn bakstur. Við hættum samt ekki að baka þó eitthvað misheppnist einu sinni. Æfingin skapar meistarann. Það tekur ekki eins langan tíma að undirbúa lyftiduftsbrauð, en það bakast lengur en gerbrauðið. Engar afsakanir lengur, upp með svunturnar....

Nutellapitsa – „Nutella gerir allt betra”

Nutellapista. Margrét Þórhildur, ekki samt danska drottningin, segir að Nutella geri allt betra. Það er ekki svo flókið að útbúa Nutella pitsu. Fletjið út pitsudeig, stráið á það Maldonsalti og þrístið því niður í deigið. Bakið við 220¨C í um 10 mín eða þangað til það er fallega bakað. Takið út ofninum, smyrjið Nutella yfir og stráið brytjuðum ávöxtum þar á.

Fyrri færsla
Næsta færsla