Fisksoufflé
Kristjana Ragnarsdóttir sagði mér frá fiskisoufflé sem móðir hennar gerði reglulega við miklar vinsældir og hún hefur sjálf útbúið við álíka vinsældir. Rétturinn er einfaldur og alveg ótrúlega góður. Fyrst er útbúinn jafningur eins og þegar plokkfiskur er gerður, án lauks. Síðan fara saman við eggjarauður, fiskur og loks stífþeyttar eggjahvítur. Yfir herlegheitin er sett rasp og smjörklípur og loks bakað.
.
— FISKUR — FISKUR Í OFNI — PLOKKFISKUR —
.
Fisksoufflé
75 g smjör
1 dl hveiti
mjólk
salt + pipar
4 eggjarauður
400-500 g soðinn fiskur
4 eggjahvítur
1 dl rasp
50 g smjör
Bræðið smjör í potti, bætið hveiti saman við og útbúið smjörbollu. Blandið mjólkinni saman við og hrærið sósu – magnið af mjólkinni fer svolítið eftir tilfynningu. Bætið við salti, pipar og eggjarauðum. Myljið fiskinn gróft saman við. Stífþeytið eggjahvíturnar og hrærið saman við með sleif. Setjið í eldfast form, stráið ca 1 dl af raspi yfir og um það bil 50 g af smjöri í þunnum sneiðum. Bakið við 175°C í um 25 – 30 mínútur. Berið fram með kartöflum og salati.
–
— FISKUR — FISKUR Í OFNI — PLOKKFISKUR —
.