Skammdegisdepurð

Skammdegisdepurð depurð depurð orkuleysi þunglyndi hvað er hægt að gera við þunglyndi
Lífið er eins og veðrið, þótt stundum sé þungskýjað glaðnar til og sólin skín bjartar en áður

Skammdegisdepurð

Spjallaði við fjölda fólks um skammdegisdepurð og til að fá góð ráð fyrir útvarpsviðtal um depurð, orkuleysi og skammdegisdrunga sem margir kannast við. Eftir viðtalið fékk ég enn fleiri ráð. Samfélagið ætlar okkur að vera hress öllum stundum, sama hvað á gengur. „Ert´ekki hress?” heyrist aftur og aftur. Það getur verið erfitt að greina depurð hjá samferðafólki okkar. Gerum hvað við getum til að létta brúnina á fólki. Það kom þægilega á óvart hversu margir vildu ræða þetta og líka hversu aðferðirnar sem fólk notar eru fjölbreyttar.

♥️

D VÍTAMÍNHREYFINGTERTURSÓLSKINÁHUGAMÁL MATUR LÆKNARKAFFIHÚSSVEFN

♥️

Hér eru nokkrir punktar:

-Viðurkenna vandann og deila honum með öðrum. Gæti verið bestu vinir eða einhverjir útvaldir.
Dagleg hreyfing, jafnvel tvisvar á dag – alveg sama hvað gengur á. Engar afsakanir.
-Hitta skemmtilegt og uppbyggjandi fólk (ekki umgangast hina ef hægt er).
-Sinna áhugamálum.
-Fara á kaffihús með vinum.
-Fara í sumarbústað, til sólarlanda eða í skíðaferð.
-Setja sér markmið til að komast út úr drunganum.
-Kútveltast um af hlátri.
-Láta sig dreyma og láta draumana rætast.
-Standa upp úr sófanum og koma sér út.
-Maður er manns gaman.
-Baka tertu og bjóða í kaffi. Það þarf ekki tilefni til að bjóða í kaffi.
-Nýta dagsbirtuna til útveru.
-Fara á námskeið.
-Nýta internetið á jákvæðan hátt.
-Borða hollari mat
-Fara í ljós eða kveikja á dagsbirtulampa.
-Horfa á Stellu í orlofi og aðrar skemmtilegar kvikmyndir.
-Sjá skemmtileg leikrit og fara í bíó.
-Fara að sofa og á fætur á sama tíma.
-Þrífa sig daglega.
-Skoða mataræðið í heild sinni.
-Losa sig við neikvæða „vini” og hætta í leiðinlegum hópum á fasbókinni.
-Skipuleggja sumarið og horfa á sumarmyndir af stöðum sem á að heimsækja.
-Auka verulega D-vítamínið.
-Hætta með afsakanir.
-Leita til læknis.

Eru fleiri góð ráð ?

Fífilbrekka

🍀

D VÍTAMÍNHREYFINGTERTURSÓLSKINÁHUGAMÁL MATUR LÆKNARKAFFIHÚSSVEFN

— SKAMMDEGISDEPURÐ —

🌹🌹

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.