Fisksoufflé – ljómandi góður fiskur í ofni

Fisksoufflé Kristjana Ragnarsdóttir fiskur í ofni ofnbakaður gratín fiskigratín gratin fiskur soufflé fiskisofflé
Fisksoufflé

Fisksoufflé

Kristjana Ragnarsdóttir sagði mér frá fiskisoufflé sem móðir hennar gerði reglulega við miklar vinsældir og hún hefur sjálf útbúið við álíka vinsældir. Rétturinn er einfaldur og alveg ótrúlega góður. Fyrst er útbúinn jafningur eins og þegar plokkfiskur er gerður, án lauks. Síðan fara saman við eggjarauður, fiskur og loks stífþeyttar eggjahvítur. Yfir herlegheitin er sett rasp og smjörklípur og loks bakað.

.

FISKURFISKUR Í OFNIPLOKKFISKUR

.

Fisksoufflé

Fisksoufflé

75 g smjör
1 dl hveiti
mjólk
salt + pipar
4 eggjarauður
400-500 g soðinn fiskur
4 eggjahvítur
1 dl rasp
50 g smjör

Bræðið smjör í potti, bætið hveiti saman við og útbúið smjörbollu. Blandið mjólkinni saman við og hrærið sósu – magnið af mjólkinni fer svolítið eftir tilfynningu. Bætið við salti, pipar og eggjarauðum. Myljið fiskinn gróft saman við. Stífþeytið eggjahvíturnar og hrærið saman við með sleif. Setjið í eldfast form, stráið ca 1 dl af raspi yfir og um það bil 50 g af smjöri í þunnum sneiðum. Bakið við 175°C í um 25 – 30 mínútur. Berið fram með kartöflum og salati.

Fyrst er útbúinn jafningur eins og þegar plokkfiskur er gerður, án lauks
Fisksoufflé tilbúið í ofninn

FISKURFISKUR Í OFNIPLOKKFISKUR

— FISKSOUFFLE —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla