Auglýsing
Klassískt skinkubrauð kristín Pálsdóttir heitur brauðréttur í ofni brauðréttur í ofni heitur réttur í ofni skinka aspas ostur egg brauð
Kristín mágkona mín kom með klassískan heitan skinkubrauðrétt í árlegt fjölskylduboð. Hann hvarf eins og dögg fyrir sólu enda afar vinsæll – ekki síst hjá börnum

Klassískt skinkubrauð

Það er kunnara en frá þurfi að segja að heitir brauðréttir í ofni er það kaffimeðlæti sem oftast klárast fyrst (ásamt kleinum og flatbrauði). Þó séu til fjölmargar útgáfur af heitum brauðréttum hefur mér alltaf fundist þessi vera einn af þeim fyrstu – alveg klassískur.

— BRAUÐRÉTTIRKLÚBBARÉTTIRPÁLÍNUBOÐÍSLENSKTKLEINURFLATBRAUÐ

Auglýsing

Klassískt skinkubrauð

6-8 samlokubrauðsneiðar

Brauðostur eða Gouda ostur

Eitt skinkubréf (skinka í sneiðum)

1/2 dós aspas í bitum

1 1/4 dl rjómi

1 egg

Skerið skorpuna af brauðinu.
Smyrjið botninn á eldföstu móti með smjörva, leggið brauðsneiðar yfir og einfalt lag af ostsneiðum. Setjið niðurskorna skinku, aspasbita og aftur lag af ostsneiðum þar á.
Hrærið eggi, rjóma og ca 1/2 dl af aspassafa saman með gaffli og hellið jafnt yfir.

Bakið við 200°C í 15-20 mín.

Nokkur lög sungin fyrir matinn. Kristín er þriðja frá hægri, heldur á Bergþóri barnabarni sínu
Hluti af veitingunum

– 🌼 –

— BRAUÐRÉTTIRKLÚBBARÉTTIRPÁLÍNUBOÐÍSLENSKT

— KLASSÍSKT SKINKUBRAUÐ —

🌼🌼