Klassískt skinkubrauð

Klassískt skinkubrauð kristín Pálsdóttir heitur brauðréttur í ofni brauðréttur í ofni heitur réttur í ofni skinka aspas ostur egg brauð
Kristín mágkona mín kom með klassískan heitan skinkubrauðrétt í árlegt fjölskylduboð. Hann hvarf eins og dögg fyrir sólu enda afar vinsæll – ekki síst hjá börnum

Klassískt skinkubrauð

Það er kunnara en frá þurfi að segja að heitir brauðréttir í ofni er það kaffimeðlæti sem oftast klárast fyrst (ásamt kleinum og flatbrauði). Þó séu til fjölmargar útgáfur af heitum brauðréttum hefur mér alltaf fundist þessi vera einn af þeim fyrstu – alveg klassískur.

— BRAUÐRÉTTIRKLÚBBARÉTTIRPÁLÍNUBOÐÍSLENSKTKLEINURFLATBRAUÐ

Klassískt skinkubrauð

6-8 samlokubrauðsneiðar

Brauðostur eða Gouda ostur

Eitt skinkubréf (skinka í sneiðum)

1/2 dós aspas í bitum

1 1/4 dl rjómi

1 egg

Skerið skorpuna af brauðinu.
Smyrjið botninn á eldföstu móti með smjörva, leggið brauðsneiðar yfir og einfalt lag af ostsneiðum. Setjið niðurskorna skinku, aspasbita og aftur lag af ostsneiðum þar á.
Hrærið eggi, rjóma og ca 1/2 dl af aspassafa saman með gaffli og hellið jafnt yfir.

Bakið við 200°C í 15-20 mín.

Nokkur lög sungin fyrir matinn. Kristín er þriðja frá hægri, heldur á Bergþóri barnabarni sínu
Hluti af veitingunum

– 🌼 –

— BRAUÐRÉTTIRKLÚBBARÉTTIRPÁLÍNUBOÐÍSLENSKT

— KLASSÍSKT SKINKUBRAUÐ —

🌼🌼

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ítölsk brauðterta

Ítölsk brauðterta - DSC02266

Ítölsk brauðterta. Það var heldur betur veisla í síðasta föstudagskaffi vetrarins. Kjartan sló í gegn sem aldrei fyrr með ítalskri brauðtertu. Ætli megi ekki segja að hún hafi runnið út eins og heitar lummur. Hann kom með tvær, önnur var með hvítu brauði en hin grófu. Í mínu ungdæmi voru brauðtertur aðeins öðruvísi, sæmilega þykkar skonsur og á þær settar salat og síðan skreytt. Vonandi eru einhverjir sem viðhalda svoleiðis brauðtertum.

Mackintosh’s íssósa – restin af molunum í pott ásamt rjóma og úr verður afbragðs íssósa

Mackinthos

20151220_214955

Mackintosh's íssósa.  Þegar allir „bestu molarnir” eru búnir er upplagt að setja restina í pott með nokkrum matskeiðum af rjóma og bræða við lágan hita og nota sem íssósu. Í öllum bænum deilið þessu með fólki sem dáir Mackintosh´s (hver gerir það ekki?)