Klassískt skinkubrauð

Klassískt skinkubrauð kristín Pálsdóttir heitur brauðréttur í ofni brauðréttur í ofni heitur réttur í ofni skinka aspas ostur egg brauð
Kristín mágkona mín kom með klassískan heitan skinkubrauðrétt í árlegt fjölskylduboð. Hann hvarf eins og dögg fyrir sólu enda afar vinsæll – ekki síst hjá börnum

Klassískt skinkubrauð

Það er kunnara en frá þurfi að segja að heitir brauðréttir í ofni er það kaffimeðlæti sem oftast klárast fyrst (ásamt kleinum og flatbrauði). Þó séu til fjölmargar útgáfur af heitum brauðréttum hefur mér alltaf fundist þessi vera einn af þeim fyrstu – alveg klassískur.

— BRAUÐRÉTTIRKLÚBBARÉTTIRPÁLÍNUBOÐÍSLENSKTKLEINURFLATBRAUÐ

Klassískt skinkubrauð

6-8 samlokubrauðsneiðar

Brauðostur eða Gouda ostur

Eitt skinkubréf (skinka í sneiðum)

1/2 dós aspas í bitum

1 1/4 dl rjómi

1 egg

Skerið skorpuna af brauðinu.
Smyrjið botninn á eldföstu móti með smjörva, leggið brauðsneiðar yfir og einfalt lag af ostsneiðum. Setjið niðurskorna skinku, aspasbita og aftur lag af ostsneiðum þar á.
Hrærið eggi, rjóma og ca 1/2 dl af aspassafa saman með gaffli og hellið jafnt yfir.

Bakið við 200°C í 15-20 mín.

Nokkur lög sungin fyrir matinn. Kristín er þriðja frá hægri, heldur á Bergþóri barnabarni sínu
Hluti af veitingunum

– 🌼 –

— BRAUÐRÉTTIRKLÚBBARÉTTIRPÁLÍNUBOÐÍSLENSKT

— KLASSÍSKT SKINKUBRAUÐ —

🌼🌼

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.