Graskers- og sætkartöflusúpa

Graskers- og sætkartöflusúpa grasker sæt kartafla súpa grænmetissúpa vegan súpa vegansúpa
Graskers- og sætkartöflusúpa

Graskers- og sætkartöflusúpa. Litfögur og bragðgóð súpa sem er alveg jafngóð ef ekki betri daginn eftir.

.

SÆTAR KARTÖFLURGRASKERSÚPURVEGAN

.

Graskers- og sætkartöflusúpa

1/2 laukur
2 msk olía
1 lítið grasker
1/2 sæt kartafla
2-3 gulrætur
1 stilkur sellerí
1 msk fínt saxað engifer
1 hvítlauksgeiri
salt + pipar
1 tsk karrý
1/2 tsk túrmerik
1 ds kókosmjólk
2 b vatn

Saxið lauk og léttsteikið í olíu. Saxið grasker, kartöflu, gulrætur og sellerí. Bætið saman við ásamt engiferi, hvítlauk, kryddi, kókosmjólk og vatni. Sjóðið í um 25 mín og kryddið til ef þarf og þynnið með vatni ef þarf. Maukið gróft með kartöflupressu.

.

SÆTAR KARTÖFLURGRASKERSÚPURVEGAN

— GRASKERS- OG SÆTKARTÖFLUSÚPA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hátíðleg humarsúpa

Hátíðleg humarsúpa. Gunnar og Helena buðu nokkrum vinum sínum í matarboð og í forrétt buðu þau upp á þessa hátíðlegu humarsúpu. Súpan er löguð frá grunni og tók rúman sólarhring að útbúa hana. Gunnar nostraði fyrst við humarsoðið og síðar við súpuna og útkoman var hreint út sagt stórkostleg.