Í Sunnulækjarskóla á Selfossi er kurteisi hluti af námsefninu og unnin verkefni því tengt. Þetta er til fyrirmyndar og ætti að vera víðar, bæði í skólum og á heimilinum.
Að vera kurteis er að kunna góða siði, vera vingjarnlegur og að taka tillit til annarra.
Það er nauðsynlegt að sýna öllum sem við umgöngumst kurteisi. Það á jafnt við um þá sem við þekkjum lítið, góða vini eða ættingja okkar. Þegar við sýnumöðrum kurteisi finnst fólki það vera mikilvægt og viðurkennt. Þegar við erumkurteis komum við vel fram og þá vilja aðrir vera nálægt okkur. Þanig sýnum við öðrum virðingu.
Ókurteisi getur móðgað og sært aðra. Við reynum flest að forðast þá sem eru dónalegir.
Við sýnum kurteisi með því að tala með kurteisum orðum við aðra. Í stað þess að grípa fram í fyrir öðrum bíðum við þolinmóð eftir að komast að og hlustum vel á það sem þeir segja. Við þökkum fyrir okkur og brosum þegar einhver hefur gert eitthvað fyrir okkur.
Við gætum þess alltaf að tala með viðeigandi raddstyrk miðað við aðstæður.