Kurteisi fyrir börn

kurteisi fyrir börn barnakurteisi Sunnulækjarskóli á Selfossi
Úr námsefni Setursins í Sunnulækjarskóla á Selfossi

Í Sunnulækjarskóla á Selfossi er kurteisi hluti af námsefninu og unnin verkefni því tengt. Þetta er til fyrirmyndar og ætti að vera víðar, bæði í skólum og á heimilinum.

Að vera kurteis er að kunna góða siði, vera vingjarnlegur og að taka tillit til annarra.
Það er nauðsynlegt að sýna öllum sem við umgöngumst kurteisi. Það á jafnt við um þá sem við þekkjum lítið, góða vini eða ættingja okkar. Þegar við sýnumöðrum kurteisi finnst fólki það vera mikilvægt og viðurkennt. Þegar við erumkurteis komum við vel fram og þá vilja aðrir vera nálægt okkur. Þanig sýnum við öðrum virðingu.
Ókurteisi getur móðgað og sært aðra. Við reynum flest að forðast þá sem eru dónalegir.
Við sýnum kurteisi með því að tala með kurteisum orðum við aðra. Í stað þess að grípa fram í fyrir öðrum bíðum við þolinmóð eftir að komast að og hlustum vel á það sem þeir segja. Við þökkum fyrir okkur og brosum þegar einhver hefur gert eitthvað fyrir okkur.
Við gætum þess alltaf að tala með viðeigandi raddstyrk miðað við aðstæður.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Portúgalskt matarboð

Portúgalskt matarboð. Í Lissabon vorum við á hóteli með foreldrum Ara Eurovisionfara og vinum þeirra. Hóurinn small saman frá fyrstu mínútu og við vorum svo að segja allan sólarhringinn saman og skemmtum okkur út í eitt. Það var létt yfir öllum og mikið hlegið enda kölluðum við borgina Flissabon. Við hittumst svo og borðuðum saman á dögunum, Pálínuboð sem eru alltaf svo ágæt.

Vorgleði Petrínu Rósar – ala patarí Fransí

Vorgleði Petrínu Rósar. „Það færi best á að kalla þetta vorgleði með skemmtilegu fólki. Þetta eru allt frekar fljótlegar uppskriftir en á móti kemur að ferskleiki hráefnisins skiptir höfuðmáli. Sérsniðinn matseðill fyrir kvennaboð" segir Petrína Rós Karlsdóttir.                   Frá vinstri Hildur Bjarnason, Petrina Rós, Addý /Ásgerður Einarsdóttir, Guðný Margrét Emilsdóttir, Albert Eiríksson og Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir sem tók myndina.

Kókosbolludraumur – alveg hreint sjúklega gott

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Kókosbolludraumur. Stundum þarf maður á því að halda að sukka, sukka feitt.
Ég gat ekki með nokkru móti hætt að „smakka aðeins meira" Föstudagskaffið í vinnunni er unaðsleg samkoma og ómissandi. Björk kom með þessa undurgóðu sprengju með kaffinu. Rice krispies botn er marengsbotn með Rice krispies, það má líka nota venjulegan marengs. Ef þið notið banana þá er ágætt að blanda þeim við rjómann eða dýfa þeim í sítrónuvatn svo þeir verið ekki svartir. Þeir sem ekki vilja nota sérrý í botninn geta haft ávaxtasafa og síðast en ekki síst: þið sem eruð í megrun gleymið þessu :)

Hvað eru margar hitaeiningar í borðvíni, freyðivíni og bjór?

Hvað eru margar hitaeiningar í borðvíni, freyðivíni og bjór? Fæstir velta fyrir sér hversu margar hitaeiningar eru í borðvíninu en segja má að áfengi sé hitaeiningaríkt orkuefni með lítið af næringarefnum. Fjöldi hitaeininga fer svolítið eftir vínþrúgum, vínber eru missæt eftir tegunum.