Fræhrökkbrauð
Það verður nú að segjast eins og er að Jóhanna V. Þórhallsdóttir er hamhleypa í eldhúsinu.
— FRÆKEX — JÓHANNA ÞÓRHALLS —
.
Fræhrökkbrauð
1 dl sólblómafræ
1 dl sesamfræ
1,5 dl hörfræ
1 dl graskersfræ
1 tsk salt
2dl gróft eða fínt spelt
1 dl olífuolía
3 dl sjóðandi vatn
Blandið fræjunum saman, salti og spelti blandað vel saman. Hellið olíu og sjóðandi vatni yfir og hrærið saman. Þetta á að vera eins og hafragrautur. Hellið á bökunarpappírsklædda ofnskúffu og breiðið þunnt út. Stráið maldonsalti yfir. Bakið við 150°C í 45 mín. Slökkvið á ofninum og látið standa í 15 mínútur í ofninum. Takið úr og látið kólna. Brjótið í bita.
— JÓHANNA V. — HRÖKKKEX –
—
—