Kurteisi fyrir börn

kurteisi fyrir börn barnakurteisi Sunnulækjarskóli á Selfossi
Úr námsefni Setursins í Sunnulækjarskóla á Selfossi

Í Sunnulækjarskóla á Selfossi er kurteisi hluti af námsefninu og unnin verkefni því tengt. Þetta er til fyrirmyndar og ætti að vera víðar, bæði í skólum og á heimilinum.

Að vera kurteis er að kunna góða siði, vera vingjarnlegur og að taka tillit til annarra.
Það er nauðsynlegt að sýna öllum sem við umgöngumst kurteisi. Það á jafnt við um þá sem við þekkjum lítið, góða vini eða ættingja okkar. Þegar við sýnumöðrum kurteisi finnst fólki það vera mikilvægt og viðurkennt. Þegar við erumkurteis komum við vel fram og þá vilja aðrir vera nálægt okkur. Þanig sýnum við öðrum virðingu.
Ókurteisi getur móðgað og sært aðra. Við reynum flest að forðast þá sem eru dónalegir.
Við sýnum kurteisi með því að tala með kurteisum orðum við aðra. Í stað þess að grípa fram í fyrir öðrum bíðum við þolinmóð eftir að komast að og hlustum vel á það sem þeir segja. Við þökkum fyrir okkur og brosum þegar einhver hefur gert eitthvað fyrir okkur.
Við gætum þess alltaf að tala með viðeigandi raddstyrk miðað við aðstæður.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.