Er ókurteisi að óska leikurum góðs gengis? 

 

Sjálfur er ég ekki hjátrúafullur, langt frá því. Þó svo að leikurum sumum finnist það boða ógæfu að taka við hamingjuóskum áður en haldið er á svið þá megum við ekki hætta að óska fólki góðs gengis við stór og smá verkefni

Er ókurteisi að óska leikurum góðs gengis? 

Leikarar og annað sviðslistafólk trúir því sumt að það boði ógæfu að óska því góðs gengis áður en haldið er á svið. Allnokkur hjátrú virðist vera í leikhúsum t.d. má aldrei blístra inni á sviðinu og það má aldrei nefna leikrit Shakespeare, Macbeth á nafn heldur er ætlast til að fólk segi skoska leikritið og skoski kóngurinn ef vísað er til titilhlutverksins. Ástæða þess að ekki að segja Macbeth á sviði er sú þjóðsaga að Shakespeare hafi notað alvöru nornagaldur í textanum sem nornirnar þrjár hafa í leikritinu. Íslenskur leikari sem tekur sig ekki of hátíðlega á það til á æfingum, eða fyrir frumsýningu að segja: “Já, gangi þér vel, takk fyrir, Shakespeare, Mackbeth” og flauta svo í lokin.

Oftast segir sviðslistafólk hvert við annað toi, toi, toi eða poj, poj, poj, og þykist jafnvel skyrpa eftir listamanninum vegna þess að það er talið ávísun á slæmt gengi ef sagt er: Gangi þér vel! Það er auðvitað hjátrú, en sviðslistafólk er stundum viðkvæmt þegar það er að fara á svið. Enskumælandi segja „break a leg“ (brjóttu fótlegg) og Ítalir „in bocca al lupo“ (í gin úlfsins).

Þó svo að sumu sviðslistafólki finnist það boða ógæfu að taka við hamingjuóskum áður en haldið er á svið þá höldum við auðvitað áfram að óska öðru fólki góðs gengis við stór og smá verkefni.

KURTEISI/BORÐSIÐIR HJÁTRÚHAMINGJUÓSKIR

.

Hættum þessu ToiToi/PojPoj bulli – það er almenn kurteisi að óska fólki góðs gengis (og góð íslenska). Er svo undir hverjum og einum komið hvernig viðkomandi tekur óskunum.

.

.

KURTEISI/BORÐSIÐIR HJÁTRÚHAMINGJUÓSKIR

— ER ÓKURTEISI AÐ ÓSKA LEIKURUM GÓÐS GENGIS? —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.