Er ókurteisi að óska leikurum góðs gengis?
Leikarar og annað sviðslistafólk trúir því sumt að það boði ógæfu að óska því góðs gengis áður en haldið er á svið. Allnokkur hjátrú virðist vera í leikhúsum t.d. má aldrei blístra inni á sviðinu og það má aldrei nefna leikrit Shakespeare, Macbeth á nafn heldur er ætlast til að fólk segi skoska leikritið og skoski kóngurinn ef vísað er til titilhlutverksins. Ástæða þess að ekki að segja Macbeth á sviði er sú þjóðsaga að Shakespeare hafi notað alvöru nornagaldur í textanum sem nornirnar þrjár hafa í leikritinu. Íslenskur leikari sem tekur sig ekki of hátíðlega á það til á æfingum, eða fyrir frumsýningu að segja: “Já, gangi þér vel, takk fyrir, Shakespeare, Mackbeth” og flauta svo í lokin.
Oftast segir sviðslistafólk hvert við annað toi, toi, toi eða poj, poj, poj, og þykist jafnvel skyrpa eftir listamanninum vegna þess að það er talið ávísun á slæmt gengi ef sagt er: Gangi þér vel! Það er auðvitað hjátrú, en sviðslistafólk er stundum viðkvæmt þegar það er að fara á svið. Enskumælandi segja „break a leg“ (brjóttu fótlegg) og Ítalir „in bocca al lupo“ (í gin úlfsins).
Þó svo að sumu sviðslistafólki finnist það boða ógæfu að taka við hamingjuóskum áður en haldið er á svið þá höldum við auðvitað áfram að óska öðru fólki góðs gengis við stór og smá verkefni.
— KURTEISI/BORÐSIÐIR — HJÁTRÚ — HAMINGJUÓSKIR —
.
.
.
— KURTEISI/BORÐSIÐIR — HJÁTRÚ — HAMINGJUÓSKIR —
— ER ÓKURTEISI AÐ ÓSKA LEIKURUM GÓÐS GENGIS? —
.