Marsala kjúklingur – sikileyskur gæðaréttur

Marsala vín sikiley Kjúklingur í marsala sósu ítalía ítalskur matur skallottulaukar sveppir marsalakjúklingur kjúlli Steiktar kartöflur (pommes de terre sautées):
Kjúklingur í marsala sósu

Marsala kjúklingur – sikileyskur gæðaréttur

Þessi réttur er frá Sikiley, en Marsala vín er kennt við samnefnda sikileyska borg. Það er styrkt vín í ætt við portvín og sérrí og því má notast við þessi vín í staðinn. En ef maður fær sér flösku af Marsala, er viðbúið að rétturinn verði gerður fljótt aftur, því að hann er sannkallað lostæti með steiktum kartöflum.
Vínið er soðið upp með steiktum sveppum og lauk. Þá er bætt við steiktum kjúklingi með kjúklingasoði og soðið áfram dálitla stund. Það er auðvelt að borða yfir sig af þessum rétti.

KJÚKLINGURÍTALÍA

.

Kjúklingur í marsala sósu

Kjúklingur í marsala sósu

4 skinnlausar kjúklingabringur eða úrbeinuð læri
5 msk hveiti
50 g smjör
2 msk ólífuolía

2 skallottulaukar, fínt saxaðir
1 hvítlauksrif, fínt saxað
160 g sveppir í sneiðum (notaði eina öskju af kastaníusveppum úr Melabúðinni)
250 ml þurrt Marsala vín (hægt að nota sérrí eða portvín)
150 ml kjúklingasoð
Handfylli af saxaðri steinselju
salt/pipar

Berjið bringurnar með kjöthamri þar til þær eru jafnar að þykkt.
Veltið þeim upp úr hveiti, saltið og piprið.
Bræðið helminginn af smjörinu með olíunni á pönnu á rúmlega meðalhita og steikið í 2-3 mín hvorum megin þar til bringurnar eru gylltar. Geymið á diski.

Þurrkið pönnuna með eldhúspappír. Hitið afganginn af smjörinu og olíunni og mýkið skalottulaukinn og hvítlaukinn. Bætið við sveppum og steikið áfram í 3 mín. Bætið við Marsala víninu og setjið á mesta hita. Látið vínið sjóða svolítið upp. Lækkið hitann aftur, bætið við kjúklingasoði og kjúklingnum. Sjóðið í u.þ.b. 10 mín.
Dreifið steinselju yfir.

Steiktar kartöflur (pommes de terre sautées)

Steiktar kartöflur (pommes de terre sautées):

Flysjið og skerið 1 kg af kartöflum í litla bita (mega líka vera óflysjaðar ef þær eru sæmilega fallegar). Sjóðið kartöflurnar í 3 mín. og látið kólna á eldhúspappír eða þurrkustykki.

Hitið 1 dl ólífuolíu og steikið í stórum potti (svo ekki frussist út um allt), eitt lag í einu á góðum hita. Snúið ekki fyrr en kartöflurnar brúnast að neðan. Snúið tvisvar til þrisvar þar til þær eru brúnaðar, um 7 mín. Setjið á eldhúspappír og saltið.

.

— MARSALA KJÚKLINGUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Skálað; Lyfta – drekka – lyfta

Skálað; Lyfta - drekka - lyfta.
Gaman er að lyfta glösum til að heiðra einhvern á mannamótum, eða til að skála fyrir kvöldinu, lífinu o.s.frv. Um leið og við lyftum glasi er skemmtileg venja að ná stuttu augnsambandi við þá sem við skálum við, þ.e. ef hópurinn fer ekki yfir 6-8 manns (til að ná augnsambandi má glasið því ekki fara hærra en svo að andlitið sjáist), annars lítur maður bara yfir hópinn. Þá dreypum við á, lyftum síðan glasinu aftur og lítum um leið aftur á þá sem við skálum við. Æfingin skapar meistarann.

SaveSave