Kínóasalat með appelsínubragði – vegan og alveg bráðhollt

Kínóasalat með appelsínubragði
Kínóasalat með appelsínubragði

Kínóasalat með appelsínubragði

Kínóa er hollustan ein en kannski lítið spennandi eitt og sér. En í salöt og aðra matargerð er það alveg frábært. Þetta salat er bæði litfagurt og bragðgott.

Hið glútenlausa kínóa er frá af Chendopodium-ætt. Það er mjög próteinríkt og fullt af vítamínum, trefjum, steinefnum.

Best finnst mér að hafa 1 hluta af kínóa á móti tveimur af vatni þegar það er soðið. Munið að skola kónóað áður en það er soðið. Utan á því er efni sem kallast saponin og gerir það biturt á bragðið.

.

KÍNÓAAPPELSÍNURSALAT

.

Kínóasalat með appelsínubragði

1 b kínóa
1 b hýðishrísgrjón
1 laukur
1 dl ólífuolía
1 dl saxaður blaðlaukur
2 hvítlauksrif, söxuð
börkur af einni appelsínu
safi úr einni appelsínu
1 msk sítrónusafi
1 dl apríkósur, saxaðar gróft
grænmetiskraftur
salt og pipar
3/4 dl pistasíur

Sjóðið kínóa og hýðishrísgrjón í sitthvorum pottinum samkvæmt leiðbeiningum á pakkningum og látið kólna að mestu.

Saxið lauk frekar gróft og steikið í olíu ásamt blaðlauk og hvítlauk.

Blandið saman kínóa, hrísgrjónum, lauknum, appelsínuberki og appelsínusafa, sítrónusafa, apríkósum og grænmetiskrafti. Kryddið með salti og pipar.

Skerið pistasíurnar í tvennt og þurrsteikið á pönnu. Blandið saman við og stráið nokkrum yfir til skrauts.

Yfir stráði ég grófu bláberjasalti, það skýrir fjólubláa litinn á myndinni

Kínóasalat með appelsínubragði

.

KÍNÓAAPPELSÍNURSALAT

— KÍNÓASALAT MEÐ APPELSÍNUBRAGÐI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Fríða súkkulaðikaffihús á Siglufirði

Fríða súkkulaðikaffihús á Siglufirði. Þegar Siglfirðingar eru annars vegar kemur manni ekkert á óvart lengur, þar lætur fólk verkin tala. Síðasta sumar opnaði Fríða Gylfadóttir þar súkkulaði- og kaffihús eftir að hafa sest á súkkulaðiskólabekk í Belgíu.

Kínóasalat með valhnetum – Hreinasta dásemd

Kínóasalat með valhnetum

Kínóasalat með valhnetum. Mér finnst ágætt að láta svona salöt standa í svo sem klukkutíma áður en þau eru borðuð. Kínóa er hreinasta dásemd eins og áður hefur komið fram. Það er auðvelt að vinna með það, fer vel í maga og svo er það svo meinhollt að það hálfa væri alveg nóg.

Rolo ostaterta

Rolo ostaterta. Í stórafmæli á dögunum voru allmargir gestir beðnir að koma með kökur og annað meðlæti með kaffinu. Veitingarnar voru síðan settar á stórt hlaðborð. Ein af þeim tertum sem stóðu uppúr var hálffrosin Rolo ostaterta sem Guðný útbjó eftir uppskrift frá Maríu systur sinni. María símaði til mín uppskriftina frá Neskaupstað. Þessi uppskrift birtist fyrst í Gestgjafanum en er hér lítillega breytt.