Kínóasalat með appelsínubragði
Kínóa er hollustan ein en kannski lítið spennandi eitt og sér. En í salöt og aðra matargerð er það alveg frábært. Þetta salat er bæði litfagurt og bragðgott.
Hið glútenlausa kínóa er frá af Chendopodium-ætt. Það er mjög próteinríkt og fullt af vítamínum, trefjum, steinefnum.
Best finnst mér að hafa 1 hluta af kínóa á móti tveimur af vatni þegar það er soðið. Munið að skola kónóað áður en það er soðið. Utan á því er efni sem kallast saponin og gerir það biturt á bragðið.
.
— KÍNÓA — APPELSÍNUR — SALAT —
.
Kínóasalat með appelsínubragði
1 b kínóa
1 b hýðishrísgrjón
1 laukur
1 dl ólífuolía
1 dl saxaður blaðlaukur
2 hvítlauksrif, söxuð
börkur af einni appelsínu
safi úr einni appelsínu
1 msk sítrónusafi
1 dl apríkósur, saxaðar gróft
grænmetiskraftur
salt og pipar
3/4 dl pistasíur
Sjóðið kínóa og hýðishrísgrjón í sitthvorum pottinum samkvæmt leiðbeiningum á pakkningum og látið kólna að mestu.
Saxið lauk frekar gróft og steikið í olíu ásamt blaðlauk og hvítlauk.
Blandið saman kínóa, hrísgrjónum, lauknum, appelsínuberki og appelsínusafa, sítrónusafa, apríkósum og grænmetiskrafti. Kryddið með salti og pipar.
Skerið pistasíurnar í tvennt og þurrsteikið á pönnu. Blandið saman við og stráið nokkrum yfir til skrauts.
Yfir stráði ég grófu bláberjasalti, það skýrir fjólubláa litinn á myndinni
.
— KÍNÓA — APPELSÍNUR — SALAT —
— KÍNÓASALAT MEÐ APPELSÍNUBRAGÐI —
.