Auglýsing
Köld gúrkusúpa - botnlaus hollusta og fáar hitaeiningar gúrkur súpa köld súpa
Köld gúrkusúpa – botnlaus hollusta og fáar hitaeiningar

Köld gúrkusúpa

Köld gúrkusúpan er sumarleg með silkimjúkri áferð. Heitið á súpunni hljómar kannski ekkert sérstaklega vel í fyrstu – hvorki freistandi né sexý. Sjálfur var ég með efasemdir þegar hún var nefnd við mig fyrst, en trúið mér: Súpan er gríðarlega góð, svalandi og frískandi. Í henni eru fáar hitaeiningar og alveg botnlaus hollusta. Á heitum sumardegi nennir enginn að stússast inni í eldhúsinu við matargerð.  Útbúið vel af súpunni því fólk á eftir að borða vel af henni. Gúrkusúpuna má útbúa með góðum fyrirvara, þess vegna deginum áður.

SÚPUR

.

Köld gúrkusúpa

50 g smjör

1 lítill laukur, saxaður

2 hvítlauksgeirar, saxaðir

2 gúrkur, án skinns og kjarna – skorin í bita

1 ½ b kjúklingasoð

cayenne á hnífsoddi

3 msk sítrónusafi

1 avókadó

2 msk minta, söxuð

1/2 búnt steinselja, söxuð

½ – 1 b grísk jógúrt

Steikið lauk í smjöri í 5 mín. og bætið hvítlauk út í og steikið áfram þar til hann byrjar að taka lit. Bætið gúrku á pönnuna og látið malla í 5 mín. Hellið soði yfir ásamt cayenne og sjóðið í 6-8 mín. Saltið og piprið.
Setjið í matvinnsluvél og bætið í sítrónusafa, mintu og steinselju og maukið. Bætið síðast avókadó í og maukið áfram. Kælið.
Þeytið jógúrtið saman við áður en súpan er borin fram. Skreytið með smáskornum gúrkubitum með hýði, olíuslettum og mintulaufum. Berið fram með góðu snittubrauði.

Köld gúrkusúpa

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Auglýsing