Köld gúrkusúpa – botnlaus hollusta og fáar hitaeiningar

Köld gúrkusúpa - botnlaus hollusta og fáar hitaeiningar gúrkur súpa köld súpa
Köld gúrkusúpa – botnlaus hollusta og fáar hitaeiningar

Köld gúrkusúpa

Köld gúrkusúpan er sumarleg með silkimjúkri áferð. Heitið á súpunni hljómar kannski ekkert sérstaklega vel í fyrstu – hvorki freistandi né sexý. Sjálfur var ég með efasemdir þegar hún var nefnd við mig fyrst, en trúið mér: Súpan er gríðarlega góð, svalandi og frískandi. Í henni eru fáar hitaeiningar og alveg botnlaus hollusta. Á heitum sumardegi nennir enginn að stússast inni í eldhúsinu við matargerð.  Útbúið vel af súpunni því fólk á eftir að borða vel af henni. Gúrkusúpuna má útbúa með góðum fyrirvara, þess vegna deginum áður.

SÚPUR

.

Köld gúrkusúpa

50 g smjör

1 lítill laukur, saxaður

2 hvítlauksgeirar, saxaðir

2 gúrkur, án skinns og kjarna – skorin í bita

1 ½ b kjúklingasoð

cayenne á hnífsoddi

3 msk sítrónusafi

1 avókadó

2 msk minta, söxuð

1/2 búnt steinselja, söxuð

½ – 1 b grísk jógúrt

Steikið lauk í smjöri í 5 mín. og bætið hvítlauk út í og steikið áfram þar til hann byrjar að taka lit. Bætið gúrku á pönnuna og látið malla í 5 mín. Hellið soði yfir ásamt cayenne og sjóðið í 6-8 mín. Saltið og piprið.
Setjið í matvinnsluvél og bætið í sítrónusafa, mintu og steinselju og maukið. Bætið síðast avókadó í og maukið áfram. Kælið.
Þeytið jógúrtið saman við áður en súpan er borin fram. Skreytið með smáskornum gúrkubitum með hýði, olíuslettum og mintulaufum. Berið fram með góðu snittubrauði.

Köld gúrkusúpa

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Blóðhreinsandi og hressandi drykkur

Blóðhreinsandi og mjög hressandi drykkur. Eitt af því fyrsta sem Elísabet næringarfræðingur hvatti mig breyta var að taka inn lýsi og blóðhreinsandi drykk á hverjum morgni. Satt best að segja varð mér ekki um sel þegar ég sá hvað er í honum en lét slag standa og bretti upp ermar... Það rifjaðist upp fyrir mér að ég hafði séð svona drykk í skrifum Hallgríms heitins Magnússonar læknis og e.t.v. fleiri. Fyrst var ég með nokkur korn af caynne pipar en núna er ég kominn upp í þriðjung úr teskeið. Drykkurinn er mjög hressandi og maður finnur hvernig blóðið flæðir um æðarnar af enn meiri krafti en áður - ég hvet ykkur til að prófa, amk í nokkra daga (helst lengur).

SaveSave