Metnaður, fagmennska og frumleiki einkenndi nítjándu Food and fun hátíðina sem var ein sú glæsilegasta. Matreiðslumenn víðsvegar að út heiminum tileinkuðu sér íslenskt hráefni og útbjuggu úr því eftirminnilega gæðamálsverði. Við fengum að taka þátt í að fara á veitingahús og dæma matinn og annað
Food and fun. Hægsoðin nashi pera, créme fraiche ís, karamella, söl og stökk pekanhnetaFood and fun. Brasserað lambarif með sellerí og gljáaFood and fun. Gufusoðinn þorskur og hvítkál, smjörsósa og graslaukurFood and fun. Harðfisks dashi með sveppum og trufflumæjóiFood and fun. Grafin bleikja með dilli og íslensku wasabiFood and fun. Skyrparfait með furuhnetum og vínberjumFood and fun. Hægelduð nautakinn, sítrónugras, pólenta og kryddjurtasalatFood and fun. Saffran/maíssúpa, leturhumar, sýrð seljurót og poppkornFood and fun. Hörpuskel og rauðsprettu ceviche. Epla- og fennel leche de tigra, rabarbari og wasabiskyrFood and fun. Á Makake á GrandaFood and fun. Ástaraldin sorbet, skyr, kóreander marengs, bláber og dillFood and fun. Grillaðar lambalundir, nípa, trompet sveppir, krækiber og reyktur lambagljáiFood and fun. Hreindýratartar, sýrð rófa, plómusinnep og Hollandaise sósaFood and fun. Hrá marineruð íslensk hörpuskel, greipaldin og sölFood and fun. Fórum á samtals átta veitingastaði og dæmdum mat á þessari glæsilegu matarhátíð
Bestu veganborgararnir á Íslandi. Á fasbókinni er mjög virkur og fræðandi hópur sem nefnist Vegan Ísland. Þar var nýlega varpað fram spurningunni hvar væri hægt að fá bestu vegan borgarana. Langflestir nefna að bestu veganborgararnir séu á Bike Cave í Skerjafirðinum. Á dögunum fór ég á þangað til að smakka borgarann sem fær flest stig. Veitingastaðurinn Bike Cave var opnaður fyrir tveimur árum í Skerjafirðinum og nýlega var opnaður staður í Hafnarborg í Hafnarfirði. Gaman frá því að segja að Lúxusborgarinn á Bike Cave er mjög góður og vel má mæla með honum. Svo skemmir nú ekki fyrir að umhverfið er harla óvenjulegt. Piltarnir sem afgreiddu mig voru með allt á hreinu og framreiddu góðan borgara.