Epla-döđlukryddkaka

Epla-döđlukryddkaka íris eva einarsdóttir eplakaka kryddkaka döðlukaka
Íris Eva með Epla-döđlukryddkaka

Epla og döðlukryddkaka

Íris Eva skellti í köku í tilefni dagsins „Eplakökur eru mjög vinsælar á mörgum heimilum. En fínt er að krydda aðeins uppá þær. Bæta slatta af kanil, negul og kókosmjöl og mýkja eplin aðeins á pönnu. Þar sem 2 ára sonur minn elskar döðlur er hann búin að koma mér inná það að nota döðlur í alls kyns matargerð og bakstur og kjörið að mýkja þær með eplunum á pönnunni.
Deigið er svipað og hefðbundið eplakökudeig og til að krydda deigið líka er best að hræra þessu öllu saman í skál og svo beint í eldfast mót. Negullinn fær mann þó til að hugsa um jólin í augnablik en mér finnst það bara notalegt.” segir Íris Eva og bætir við að vanilluís eða rjómi sé svo punturinn yfir i-ið! og auðvitað góður kaffibolli með 🙂

– ÍRIS EVAEPLATERTURDÖÐLUTERTURKRYDDKÖKUR

.

Öll hráefnin í skálinni

Epla-döđlukryddkaka

3-4 stór græn epli – skoriđ niđur í tenginga
1 dl kókosmjöl
1/2 msk kanill
1/2 msk negull
2 dl döđlur
1/2 heslihnetur
Steikja allt saman á pönnu á vægum hita međ smá matarolíu.

2 egg
2 dl sykur
Þeyta saman þangađ til þađ er létt og ljóst.
Bætið viđ 100 g af bráðnu smjöri

Bæta svo viđ þurrefni

3 dl hveiti
1 tsk matarsódi
1/2 tsk salt

Bætiđ svo viđ eplunum og döđlunum af pönnunni og hræriđ öllu saman og setjiđ í eldfast mót.
Baka viđ 180°C í 30 mín.
Látiđ kólna.
Gott ađ bera fram međ vanilluís eđa rjóma.

Epla-döđlukryddkaka
Auk Epla-döđlukryddköku útbjó Íris Kaffiskyrtertu

.

– ÍRIS EVAEPLATERTURDÖÐLUTERTURKRYDDKÖKUR

— EPLA- OG DÖÐLUKRYDDKAKA —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hjarta, kross eða samúðarkveðja – förum varlega á netinu

Hjarta, kross eða samúðarkveðja - förum varlega á netinu. Á fyrstu árum fasbókarinnar* hérlendis var engu líkara að en fólk kepptist við að verða fyrst til að setja inn samúðarkveðju ef það frétti af andláti. Ef sá sem misst hefur ástvin setur inn tilkynningu, þá er í lagi að votta samúð þar undir.  Ekki í sér færslu á vegg viðkomandi heldur undir tilkynningunni. Förum alls ekki beint á fb um leið og við heyrum af andláti til þess að senda samúðarkveðjur sem allir sjá.